Handbolti

Eyjamenn úr leik eftir tap í Prag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Kárason skoraði átta mörk fyrir ÍBV í kvöld, en það dugði ekki til.
Rúnar Kárason skoraði átta mörk fyrir ÍBV í kvöld, en það dugði ekki til. Vísir/Vilhelm

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir sjö marka tap gegn Dukla Prag í kvöld, 32-25. Eyjamenn unnu fyrri leik liðanna með einu marki og töpuðu því einvíginu samtals með sex marka mun.

Fyrri leikur liðanna fór fram í gær, en báðir voru þeir leiknir í Tékklandi. ÍBV taldist sem heimalið í leik gærdagsins, en útilið í kvöld.

Dukla Prag hafði tveggja marka forskot í hálfleik, 13-11. Liðið jók forskot sitt svo jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum öruggan sjö marka sigur, 32-25.

Rúnar Kárason var markahæstur í lið Eyjamanna í kvöld með átta mörk, en þeir Arnór Viðarsson og Nökkvi Snær Óðinsson skoruðu fjögur hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×