Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Lykt af hræsni?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zion Williamson fagnar gegn Phoenix Suns.
Zion Williamson fagnar gegn Phoenix Suns. Sean Gardner/Getty Images

Lið Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta lyktar af hræsni. Farið verður yfir af hverju í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2.

„Hér sjáum við þegar leikurinn er búinn, er að fjara út og þetta er eiginlega það sem kveikti í mönnum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar myndskeið af trylltri troðslu Zion Williamson í leik New Orleans Pelicans og Suns var spilað.

„Þetta er fullkomin troðsla. Þetta er flottari troðsla en í troðslukeppninni síðustu fimmtán ár.“

„Út af því að leikurinn var búinn þá trylltust Suns-arar,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður Unnsteinsson greip orðið á lofti.

„Í leik fimm í úrslitakeppninni í fyrra gegn Dallas [Mavericks] gerði Phoenix nákvæmlega það sama þegar þeir voru 28 stigum yfir. Cameron Payne var þar manna fremstur, eins og hann var manna fremstur að hneykslast á þessu í gær. Þú getur líka fundið klippur frá Chris Paul að gera þetta þegar hann var í Houston Rockets. Hræsnarar.“

Að endingu spurði Kjartan Atli hvort það væri „ekki einhver lykt af hræsni hérna, lykt af hræsni?“

„Ég finn hana sko,“ svaraði Tómas Steindórsson eftir að hann stakk nefinu upp í loftið og þefaði vel.

Klippa: Lögmál leiksins: Lykt af hræsni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×