Fleiri fréttir

Verið sýnd nógu mikil vanvirðing til að búið sé að kveikja í okkur
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway deild karla í körfubolta, sagði sitt lið aðeins hafa vantað ögn upp á að klára leik kvöldsins en hans menn töpuðu naumlega fyrir Njarðvík í kvöld. Hann var hins vegar allt annað en ánægður með dómara leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum
Það var vitað mál að leikur Stjörnunnar og Keflavíkur yrði hörkuleikur fyrirfram en liðin mættust í Ásgarði í kvöld í annarri umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, eins og vill verða í körfubolta, en eftir æsispennandi lokamínútur þá drógu Keflvíkingar sigurinn úr hattinum 86-92.

„Eins og tengdamóðir mín segir: Sportið er grimmt“
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum.

Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum
Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum.

Umfjöllun og viðtöl: Höttur-Njarðvík 86-91 | Gestirnir sterkari á lokasprettinum
Njarðvík landaði sínum fyrsta sigri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á leiktíðinni í kvöld þegar liðið lagði Höttur 86-91 á Egilsstöðum. Gestirnir sigu fram úr á lokasprettinum.

Umfjöllun: Tindastóll 85-70 ÍR | Stólarnir komnir á blað
Tindastóll vann þægilegan 15 stiga sigur, 85-70, gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Liðið er komið á blað í deildinni eftir tap í fyrsta leik.

McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum
Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 136-133 | Háspenna í Smáranum í tvíframlengdum leik
Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimaleik vetrarins í Smáranum

Stórleikur Golla dugði ekki gegn Svíum
Johannes Golla, leikmaður Flensburg, átti sannkallaðan stórleik fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta í kvöld. Því miður dugði það ekki til sigurs gegn Svíþjóð er þjóðirnar mættust í Evrópubikar EHF, lokatölur 37-33 Svíum í vil.

„Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur“
„Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Bein útsending: Þrír leikir í Ljósleiðaradeildinni
Þrír leikir eru á dagskrá þegar 6. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike:Global Offensive hefst í kvöld. Í fyrsta leik mætast Þór og Viðstaða, í öðrum leik mætast Dusty og Fylkir á meðan Ármann og NÚ mætast í þriðja og síðasta leik kvöldsins.

Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi
Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna.

Birkir áfram á Hlíðarenda
Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildarlið Vals. Samningurinn gildir til þriggja ára. Valur greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Boltinn sem Maradona skoraði með hendi Guðs á leið á uppboð
Boltinn sem eitt frægasta mark fótboltasögunnar var skorað með er á leið á uppboð. Talið er að hann verði seldur á allt að 490 milljónir íslenskra króna.

OJ Simpson ósáttur við dómgæsluna: „Fáir sem hafa meiri reynslu af réttarkerfinu“
Dómgæslan í NFL-deildinni í amerískum fótbolta vestanhafs hefur verið milli tannana á fólki í upphafi tímabils og þykir í einhverjum tilfellum full ströng. Sérstaklega vakti dómur gegn Chris Jones úr Kansas City Chiefs í síðustu umferð athygli.

Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri
Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri.

Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands
Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn.

Danska handboltstjarnan Gidsel: Mætti halda að ég hefði skrifað Moustafa bréf
Danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel er einn sá allra besti í heimi og hann fór á kostum í gær þegar Danir unnu 39-31 sigur á Spánverjum í EHF Euro bikarnum í handbolta.

Fækkar stöðugt í vinahópi Mbappés hjá PSG
Kylian Mbappé á sér ekki marga stuðningsmenn í leikmannahópi Paris Saint-Germain. Talið er að aðeins fjórir samherjar hans séu á hans bandi.

Klopp í viðtali við Gumma Ben: „Þarft leikmenn til að klára dæmið“
Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox þegar Liverpool vann stórsigur á Rangers, 1-7, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn ræddi Gummi við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.

Tölfræðingarnir hjá Opta í yfirvinnu eftir frammistöðu Liverpool í gær
Liverpool skoraði sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni í gær og það var að nógu að taka þegar kom að metum og öðrum stórmerkilegum áföngum leikmanna Liverpool liðsins.

Úlfur í þriggja leikja bann fyrir brotin á Allan
Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir brot á Allan Norðberg í leik gegn KA í Olís-deildinni í handbolta í síðustu viku.

Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær
Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni.

Fóru yfir hverjir séu nógu góðir til að spila erfiðustu stöðu í heimi
Lokasóknin gerði úttekt á leikstjórnendum NFL-deildarinnar í síðasta þætti en í þessum vikulega þætti er farið yfir hverja umferð í NFL-deildinni.

Bandarískir og franskir þingmenn krefjast að FIFA beiti sér vegna látins verkafólks í Katar
Þingmenn frá bæði Bandaríkjunum og Frakklandi hafa sent bréf á Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem þess er krafist að sambandið greiði fjölskyldum látinna verkamanna í Katar bætur. Þúsundir verkafólks eru talin hafa látið lífið við uppbyggingu heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í nóvember.

Skoraði sjálfsmark frá miðju
Það er aldrei gaman að skora í eigið mark en flestir eiga það nú ekki á hættu að gera slíkt þegar þeir eru staddir á miðju vallarins. Það ótrúlega gerðist hins vegar í leik í ástralska fótboltanum að leikmaður skoraði sjálfsmark fyrir aftan miðju.

Akurnesingur svífur um á bleiku skýi í treyju númer sex
Þrátt fyrir gríðarleg vonbrigði leikmanna kvennalandsliðsins eftir tap í Portúgal á þriðjudaginn gáfu landsliðskonurnar sér tíma, þegar tárin voru þornuð, og sinntu hörðustu aðdáendum sínum.

Bannað að mæta í Arsenal fötum á leikinn í kvöld
Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt taka í kvöld á móti toppliði ensku úrvalsdeildarinnar þegar Arsenal liðið kemur í heimsókn norður til Bodö.

Steve Kerr: Hnefahögg Green versta krísa sem hann hefur þurft að glíma við
Draymond Green verður aðeins sektaður fyrir hnefahögg sitt á æfingu Golden State Warriors en leikmaðurinn fer ekki í bann.

Írsku stelpurnar hneyksluðu og særðu marga þegar þær fögnuðu sæti á HM
Írska kvennlandsliðiðinu í fótbolta tókst það á þriðjudagskvöldið sem okkar stelpum tókst ekki. Írland tryggði sér þá sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi með sigri á Skotum.

Sjáðu sex mínútna þrennu Salah, Son í stuði og sex marka leik á Nývangi
Ensku félögin Liverpool og Tottenham unnu bæði leiki sína í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjum þeirra hér inn á Vísi sem og úr miklu markajafntefli Barcelona og Internazionale.

Nýr snjallbúnaður lætur krakkamótin líta út eins og úrslitaleik í Meistaradeildinni
Fyrirtækið OZ Sports ætlar sér að gjörbylta fótboltaútsendingum á Íslandi eftir nýjan samning við Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskan Toppfótbolta.

PSG með skæruliðadeild gegn Mbappe
Það eru ekki bara skæruliðadeildir á Íslandi því nú berast fréttir af því að franska stórliðið Paris Saint Germain geri út eina og það meira að segja gegn sínum eigin leikmönnum.

Kynning á keppendum: Standa saman en ætla sér þó öll sigur
Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu.

Elliði Snær: Það er ekkert mál að gíra sig upp þegar maður spilar fyrir Ísland
Elliði Snær Viðarsson er orðinn lykilmaður hjá íslenska landsliðinu í handknattleik og þá sérstaklega varnarlega. Hann var ánægður með frammistöðu liðsins gegn Ísrael.

Þjálfari átti bestu tilþrif fyrstu umferðar í Subway-deild karla
Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds karla tóku saman flottustu tilþrif fyrstu umferðar deildarinnar en öll atvikin komu í tveimur af sex viðureignum fyrstu umferðarinnar.

Dagskráin í dag: Alfons mætir toppliði ensku úrvalsdeildarinnar
Það verða heilar 13 beinar útsendingar í dag á sport rásum Stöðvar 2 Sport í körfubolta, fótbolta, rafíþróttum og golfi.

Kristján Örn: Við erum með svo marga góða leikmenn í hverri stöðu
Kristján Örn Kristjánsson átti mjög góða innkomu í íslenska landsliðið gegn Ísraelum. Hann var kallaður í hópinn þegar Ómar Ingi Magnússon féll úr skaftinu og endaði markahæstur íslensku leikmannanna með sjö mörk.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 75-78 | Sigurganga Keflavíkur heldur áfram
Keflavík vann Val 75-78. Keflavík hefur unnið alla fjóra leikina í Subway deild-kvenna og er á toppnum með átta stig. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en Keflavík sýndi klærnar í fjórða leikhluta sem skilaði sigrinum þrátt fyrir mikla baráttu Vals undir lokin.

„Eyddi öllum leikhléunum í að fara yfir hvernig við dripplum gegn pressu“
Valur tapaði á heimavelli fyrir toppliði Keflavíkur. Leikurinn var spennandi undir lokin en Keflavík vann 75-77. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik.

Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu
„Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið.

Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum
„Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld.

Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús
„Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld.

Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu
Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin.

Kane og Son kláruðu Frankfurt | Porto vann í Þýskalandi
Tottenham Hotspur og Eintracht Frankfurt eru jöfn að stigum í afar spennandi D-riðli í Meistaradeild Evrópu. Bæði þurfa þrjú stig eru þau mætast klukkan 19:00.