Fleiri fréttir

Verst geymda leyndarmálið staðfest

Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Furious frábær í Vertigo

Það var sannkölluð botnbarátta þegar TEN5ION mætti Breiðabliki í gærkvöldi. Breiðablik hafði einungis unnið einn leik í fjórum umferðum og TEN5ION engan.

TripleG trylltur í háloftunum

LAVA og SAGA voru jöfn við miðju deildarinnar fyrir leikinn í gærkvöldi en sigurliðið gat skotið sér upp í 2.-4. sæti.

Alblóðugur Rüdiger þurfti 20 spor eftir jöfnunarmarkið

Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, verður seint sakaður um að fórna sér ekki fyrir liðsfélaga sína. Hann tryggði liði sínu stig á ögurstundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og var nálægt því að steinrotast í leiðinni.

Ytri Rangá að ná 5.000 löxum

Ytri Rangá er aflahæst laxveiðiánna í sumar en veiðin þar hefur verið ágæt síðustu daga þrátt fyrir kulda og vosbúð.

Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar

Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Minningar­mót um Hrafn Jökuls­son í dag

Klukkan fjögur í dag verður minningarmót um Hrafn Jökulsson haldið í Norðurturni Smáralindar fyrir framan veitingastaðin XO. Hrafn var skákmaður mikill en hann lést um miðjan september eftir baráttu við krabbamein.

Strákarnir af Skaganum horfðu í augun á mulnings­vél Man City og bognuðu hvorki né brotnuðu

Það var einfaldlega skítkalt þegar blaðamaður mætti á Parken, heimavöll FC Kaupmannahafnar, fyrir leik FCK og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hvort það hafi haft áhrif á suðræna og seiðandi leikmenn gestaliðsins skal ósagt látið en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem tveir ungir drengir frá Akranesi komu við sögu hjá heimaliðinu.

Skýrsla Sindra: Þið tókuð af okkur HM

Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur.

„Allur Parken var að spila þennan leik“

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báði við sögu í liði FC Kaupmannahafnar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Portúgal komst ekki á HM

Þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi í kvöld er portúgalska kvennalandsliðið í fótbolta síður en svo komið með öruggt sæti á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Myndasyrpa: Sorg í Portúgal

Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.

„Í rauninni erum við bara rændar þessu“

Glódís Perla Viggósdóttir var afar ósátt við Stéphanie Frappart, dómara leiks Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Portúgal vann 4-1 eftir framlengdan leik en Ísland var manni færri stóran hluta leiksins.

„Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns“

Sveindís Jane Jónsdóttir kveðst hafa verið bæði reið og sár eftir 4-1 tap Íslands fyrir Portúgal í umspili um HM-sæti í Portúgal í kvöld. Margar tilfinningar láti á sér kræla sem fæstar séu jákvæðar.

Chelsea á topp E-riðils eftir sigur gegn tíu leikmönnum AC Milan

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea vann öruggan 0-2 útisigur er liðið heimsótti Ítalíumeistara AC Milan í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Heimamenn þurftu að spila stærstan hluta leiksins manni færri og sigur gestanna því í raun aldrei í hættu.

Sara Björk hrædd um að þurfa að kveðja HM-drauminn endanlega

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var að vonum sár og svekkt eftir tap liðsins fyrir Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í Portúgal í kvöld. Næsta heimsmeistaramót er ekki fyrr en árið 2027 og kveðst Sara Björk hrædd um að draumur hennar um að spila á heimsmeistaramóti sé úti.

Rüdiger hetja Evrópumeistaranna | Benfica tók stig af PSG

Antonio Rüdiger reyndist hetja Evrópumeistara Real Madrid er hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í heimsókn Madridinga til úkraínska liðsins Shakhtar Donetsk til Varsjá í Póllandi í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá gerðu franska stórliðið PSG og Benfica 1-1 jafntefli í París á sama tíma.

Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni.

Ljósleiðaradeildin í beinni: Barist í neðri hlutanum

Tveir leikir eru á dagskrá þegar 5. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hefst í kvöld. Öll fjögur liðin sem mæta til leiks í kvöld eru í fimmta sæti eða neðar, en geta skotist upp töfluna með sigri.

Sjá næstu 50 fréttir