Fleiri fréttir

Þakkar fyrir ógleymanlegan stuðning eftir útreiðina í Víkinni

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis í Reykjavík, setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í morgun eftir 9-0 tap liðs hans fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld. Hann þakkar fyrir stuðning úr stúkunni við svo erfiðar aðstæður.

Ihor í Mosfellsbæinn

Afturelding hefur fengið úkraínska hornamanninn Ihor Kopyshynskyi frá Haukum. Hann hefur leikið hér á landi undanfarin ár.

„Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA“

„Það var náttúrulega bara ótrúleg tilfinning að koma inn í svona stórum leik, hvað þá í Meistaradeildinni. Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA. Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um innkomu sína í leik Borussia Dortmund og FC Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var.

Segja Chelsea hafa náð munn­legu sam­komu­lagi við Potter

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Graham Potter samþykkt að verða næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Enn á eftir að setja blek á blað en það virðist styttast í að Potter verði kynntur sem næsti þjálfari Lundúnaliðsins.

Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá

Maðkveiðihófst í byrjun september í Ytri Rangá og það var alveg vitað að veiðin yrði rosaleg því það er mikið af laxi í ánni.

Ronaldo var upphafið af deilum Tuchel og Boehly

Thomas Tuchel var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea í gær. Samband Tuchel við Todd Boehly, eiganda Chelsea, hafði verið slæmt í allt sumar en upphaf þess má rekja til hugsanlegra félagaskipta Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Chelsea.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlægðu Leikni

Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar.

Sané sá um Inter

Bayern München vann 0-2 útisigur gegn Inter á San Siro í C-riðli Meistaradeildar Evrópu þar sem Leroy Sané sá um mörkin.

Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag

Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag.

Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“

John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun.

Barcelona kaupir dýrasta leikmann heims

Barcelona hefur gengið frá kaupum á Evrópumeistarann Keiru Walsh frá Manchester City á Englandi. Hún verður dýrasta knattspyrnukona sögunnar með skiptunum.

Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea

Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið.

Rétta þarf aftur í máli Ryan Giggs

Kviðdómi í máli Ryan Giggs tókst ekki að komast að niðurstöðu eftir að hafa rætt málið saman í alls tuttugu klukkustundir. Réttað verður aftur í málinu þann 31. júlí á næsta ári.

Seinni bylgjan: Gaupi og Andri Már fara á kostum í „Feðgar á ferð“

Seinni bylgjan kynnir til leiks nýjan lið fyrir þætti sína í vetur. Líkt og áður mun Gaupi [Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður] halda áfram að aðstoða strákana við að fara yfir það sem gerist í Olís deild karla en nú hefur hann fengið dyggan aðstoðarmann sér til aðstoðar.

Orri Steinn lykillinn að sigri ung­linga­liðs FC Kaup­manna­hafnar á Dort­mund

Þó aðallið FC Kaupmannahafnar hafi tapað 3-0 gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld þá gerði U-19 ára lið Danmerkurmeistaranna góða ferð til Þýskalands. Orri Steinn Óskarsson hélt áfram uppteknum hætti en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri er U-19 ára lið félaganna mættust í Meistaradeild unglingaliða á þriðjudag.

Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins

Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Sjá næstu 50 fréttir