Körfubolti

Frakkar réðu ekki við Doncic | Belgar í 16-liða úrslit

Atli Arason skrifar
Frakkarnir voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Luka Doncic.
Frakkarnir voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Luka Doncic. Getty Images

Luka Doncic hoppaði upp í annað sæti yfir flest stig skoruð í einum leik í sögu EuroBasket er hann setti 47 stig á töfluna í sex stiga sigri Slóveníu á Frökkum í B-riðli EuroBasket í dag.

Slóvenar unnu leikinn 88-82 þar sem Doncic skoraði meira en helming stiga Slóvena. 47 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar hjá Doncic í leiknum

Aðeins hinn belgíski Eddy Terrace hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum þegar Terrace skoraði 63 stig á EuroBasket árið 1957.

Slóvenar gulltryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigrinum en Frakkar voru búnir að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit fyrir leikinn í dag.

Á sama tíma fór fram viðureign Belga og Búlgara í A-riðli þar sem Belgar unnu níu stiga sigur, 89-80. Retin Obasohan var stigahæstur í liði Belga með 25 stig en Aleksandar Vezenkov, leikmaður Búlgaríu, var stigahæsti maður vallarins með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×