Heimsmeistarinn hætti í miðju móti og vitnaði í Mourinho á samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 09:31 Magnus Carlsen hefur alls orðið fimm sinnum heimsmeistari í skák. Olimpik/Getty Images Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu. Talið er að Carlsen hafi hafi hætt þar sem hann taldi mótherja sinn vera að svindla. Er hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þá vitnaði hann í knattspyrnuþjálfarann José Mourinho. Carlsen hefur gefið út að hann muni ekki reyna að verja heimsmeistaratitil sinn þar sem hann finni ekki fyrir neinum hvata til þess. Alls hefur hann orðið heimsmeistari í skák fimm sinnum. Hann er þó enn að keppa í skák og var kominn í þriðju umferð á Sinquefield-mótinu. Um er að ræða virt alþjóðlegt skákmót þar sem heildarverðlaunafé er í kringum hálf milljón Bandaríkjadala. Mótið er einnig hálfgert lokamót Grand Chess-mótaraðarinnar þar sem flestir af bestu skákmönnum heims keppa. Carlsen tapaði fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann í 3. umferð mótsins og ákvað í kjölfarið að hætta þátttöku í mótinu. Var þetta í annað sinn sem Carlsen tapar fyrir Niemann á innan við mánuði. Vitað er að Niemann svindlaði er hann spilaði skák á veraldarvefnum sem ungur drengur en hann segist betri maður í dag. Það virðist sem Carlsen kaupi það ekki alveg ef marka má færslu heimsmeistarans á Twitter. „Ég hef dregið mig úr keppni. Ég hef alltaf notið þess að spila í Saint Louis skákklúbbnum (þar sem mótið fer fram) og vonast til að snúa aftur í framtíðinni,“ stendur í færslunni en undir textanum er myndbandsbútur úr viðtali sem José Mourinho fór í fyrir mörgum árum. Þar segir Mourinho: „Ég verð í miklum vandræðum ef ég tjái mig.“ I've withdrawn from the tournament. I've always enjoyed playing in the @STLChessClub, and hope to be back in the future https://t.co/YFSpl8er3u— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 5, 2022 Það er nokkuð ljóst að Carlsen telur vera brögð í tafli og segja má að skáksamfélagið sé á hliðinni vegna málsins. Skák Noregur Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Haukar - Tindastóll | Meistararnir hefja leik Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira
Carlsen hefur gefið út að hann muni ekki reyna að verja heimsmeistaratitil sinn þar sem hann finni ekki fyrir neinum hvata til þess. Alls hefur hann orðið heimsmeistari í skák fimm sinnum. Hann er þó enn að keppa í skák og var kominn í þriðju umferð á Sinquefield-mótinu. Um er að ræða virt alþjóðlegt skákmót þar sem heildarverðlaunafé er í kringum hálf milljón Bandaríkjadala. Mótið er einnig hálfgert lokamót Grand Chess-mótaraðarinnar þar sem flestir af bestu skákmönnum heims keppa. Carlsen tapaði fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann í 3. umferð mótsins og ákvað í kjölfarið að hætta þátttöku í mótinu. Var þetta í annað sinn sem Carlsen tapar fyrir Niemann á innan við mánuði. Vitað er að Niemann svindlaði er hann spilaði skák á veraldarvefnum sem ungur drengur en hann segist betri maður í dag. Það virðist sem Carlsen kaupi það ekki alveg ef marka má færslu heimsmeistarans á Twitter. „Ég hef dregið mig úr keppni. Ég hef alltaf notið þess að spila í Saint Louis skákklúbbnum (þar sem mótið fer fram) og vonast til að snúa aftur í framtíðinni,“ stendur í færslunni en undir textanum er myndbandsbútur úr viðtali sem José Mourinho fór í fyrir mörgum árum. Þar segir Mourinho: „Ég verð í miklum vandræðum ef ég tjái mig.“ I've withdrawn from the tournament. I've always enjoyed playing in the @STLChessClub, and hope to be back in the future https://t.co/YFSpl8er3u— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 5, 2022 Það er nokkuð ljóst að Carlsen telur vera brögð í tafli og segja má að skáksamfélagið sé á hliðinni vegna málsins.
Skák Noregur Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Haukar - Tindastóll | Meistararnir hefja leik Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira