Handbolti

Seinni bylgjan: Gaupi og Andri Már fara á kostum í „Feðgar á ferð“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Guðmundsson [Gaupi] og Andri Már Eggertsson [Nablinn] eru klárir fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta.
Guðjón Guðmundsson [Gaupi] og Andri Már Eggertsson [Nablinn] eru klárir fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Seinni bylgjan

Seinni bylgjan kynnir til leiks nýjan lið fyrir þætti sína í vetur. Líkt og áður mun Gaupi [Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður] halda áfram að aðstoða strákana við að fara yfir það sem gerist í Olís deild karla en nú hefur hann fengið dyggan aðstoðarmann sér til aðstoðar.

„Við vorum með Gaupa í yfirvinnu á síðasta tímabili. Við erum ekki alveg búnir að segja honum upp, hann er mættur aftur. Feðgar á ferð ft. Seinni bylgjan því hann tók drenginn sinn með sér. Hann er reyndar ekki alvöru drengurinn hans en þeir passa vel saman,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, er hann kynnti nýja liðinn.

Með Gaupa er Andri Már Eggertsson. Í innslaginu hér að neðan má sjá þá félaga kíkja í glæsilega aðstöðu ÍR þar sem Andri Már fékk að kíkja með á æfingu enda var hann á sínum tíma fljúgandi hornamaður.

„Ég var frábær sérstaklega án bolta, menn tala mikið um það,“ sagði Andri Már um annars magnaðan handboltaferil sinn.

Einnig var kíkt á aðstöðu Fram í Úlfarsárdal og þá var hugtakið „fagfjárfestir“ einnig til umræðu ásamt svo miklu meira.

„Þetta er eiginlega það besta sem ég hef séð,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar, um innslagið sem sjá má hér að neðan. 

Olís deild karla fer af stað á morgun, fimmtudaginn 8. septemebr, með fjórum leikjum. Tveir af þeim verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á föstudag fer svo fram leikur Hauka og KA. Að honum loknum mun Seinni bylgjan fara yfir alla umferðina.

Klippa: Seinni bylgjan: Feðgar á ferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×