Handbolti

Ihor í Mosfellsbæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ihor Kopyshynskyi lék með Haukum eftir áramót á síðasta tímabili.
Ihor Kopyshynskyi lék með Haukum eftir áramót á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét

Afturelding hefur fengið úkraínska hornamanninn Ihor Kopyshynskyi frá Haukum. Hann hefur leikið hér á landi undanfarin ár.

Afturelding sækir Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30.

Ihor gekk í raðir Hauka um mitt síðasta tímabil. Þar áður lék hann með Akureyri og síðan Þór og var iðulega meðal markahæstu leikmanna, annað hvort Olís- eða Grill 66-deildarinnar.

Aftureldingu var spáð 6. sæti í árlegri spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. Á síðasta tímabili lentu Mosfellingar í 9. sæti og misstu af sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan þeir komust upp í Olís-deildina 2014.

Auk Ihors hefur Afturelding fengið Pétur Júníusson og Jovan Kukobat frá Víkingi. Þá hafa Böðvar Páll Ásgeirsson og Sveinn Aron Sveinsson tekið fram skóna á nýjan leik.

Fyrsta umferð Olís-deildarinnar verður gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:10 annað kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.