Fleiri fréttir

„Þetta er langþráður sigur“

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. 

Kristján og Guðrún sigruðu Korpubikarinn

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili stóðu uppi sem sigurvegarar í Korpubikarnum í golfi, lókamótinu á stigamótaröð Golfsambands Íslands, GSÍ.

Sjö mörk er Bayern burstaði botnlið Bochum

Þýskalandsmeistarar Bayern München lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. Gestirnir unnu vægast sagt afar sannfærandi sigur, 0-7.

Englandsmeistararnir björguðu stigi gegn Newcastle

Englandsmeistarar Manchester City sóttu hið nýríka félag Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3 í bráðfjörugum leik þar sem meistararnir lentu tveimur mörkum undir um miðjan síðari hálfleik.

Valskonur í umspil eftir öruggan sigur

Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur

ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1.

Ragnhildur komst ekki í gegnum niðurskurð

Ragnhildur Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komst ekki í gegnum niðurskurð á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina á Rancho Mirage-golfvellinum í Kaliforníu í nótt.

Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo

Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009.

Baulað á stigalaust lið West Ham sem hefur ekki skorað mark

Brighton & Hove Albion vann 2-0 útisigur á West Ham United á Lundúnavellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. West Ham er á meðal liða sem hefur eytt mestu í leikmannakaup í sumar en það gengur hvorki né rekur í upphafi deildarinnar.

Liprir Leedsarar léku sér að Chelsea

Leeds og Chelsea eru enn taplaus eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og mætast í Leeds. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Tottenham um seinustu helgi, en fær þrátt fyrir það að vera á hliðarlínunni í dag.

Lið Stefáns hirti toppsætið af Nordsjælland

Silkeborg fór á topp dönsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 útisigri á Nordsjælland sem sat fyrir leikinn í toppsætinu. Stefán Teitur Þórðarson spilaði síðustu þrjár mínútur leiksins.

Leiðinlegasta lið Bretlandseyja?

Stuðningsmenn Preston North End fá ekki mikið fyrir aðgangseyri sinn þessa dagana. Félagið setti í gær met yfir skort á mörkum.

Sá besti í heimi bætir við metasafnið

Svíinn Armand Duplantis setti mótsmet í frjálsíþróttakeppni Meistaramóts Evrópu í München í Þýskalandi í gær. Tvö slík met féllu á Ólympíuleikvanginum.

Gæsaveiðin er hafin

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og það er ekki annað að heyra á þeim skyttum sem tóku tímabilið snemma að það sé bara nóg af fugli.

„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“

Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr.

Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil?

Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni.

Mútuhneyksli tengt ÓL 2020 geti haft skaðleg áhrif

Japanskir embættismenn óttast áhrifin sem mútuhneyksli tengt Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókýó í fyrra hafi á umsókn landsins um að halda Vetrarólympíuleikana og Vetrarólympíumót fatlaðra í Sapporo árið 2030.

Arteta tileinkaði sigurinn vallarstjóra sem lést langt um aldur fram

Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á Bournemouth er liðin áttust við á heimavelli síðarnefnda liðsins á suðurströnd Englands í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tileinkaði sigurinn vallarstjóra félagsins, sem lést degi fyrir leik.

Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið í stórtapi

Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði D.C. United sem tapaði 6-0 á heimavelli fyrir Philadelphia Union í bandarísku MLS-deildinni í nótt. Wayne Rooney stillti honum upp sem miðverði í leiknum.

„Þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna“

Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í gær í fyrsta skipti síðan 2019. Arnar var tilfinningaríkur þegar hann kom í mark og segir það algjörlega frábært að fá þetta lykilhlaup hlaupamenningar á Íslandi aftur inn í dagatalið.

Klopp segir að Liverpool eigi að fá stigin verði stórleiknum frestað

Stuðningsmenn Manchester United hafa boðað til mótmæla fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir stórleik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið ætti að fá þrjú stig ef fresta þarf leiknum vegna mótmælanna.

Sverrir með bandið er PAOK vann fyrsta leik tímabilsins

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gríska liðinu PAOK er liðið tók á móti Panetolikos í fyrsta deildarleik tímabilsins. Sverrir bar fyrirliðaband PAOK í leiknum er liðið hafði betur, 1-0.

Albert lék allan leikinn í markalausu jafntefli

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lék allan leikinn á vinstri kanti fyrir Genoa er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Benevento í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mikael kom inn á er Spezia steinlá gegn Inter

Mikael Egill Ellertsson lék seinustut mínútur leiksins er lið hans, Spezia, heimsótti Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og höfðu að lokum betur, 3-0.

Viðar skoraði í Íslendingaslag í fyrsta leik tímabilsins

Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson mættust er Atromitos tók á móti OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Örn skoraði þriðja mark Atromitos sem hafði betur í leiknum, 3-1.

Arsenal á toppinn eftir öruggan sigur

Arsenal vann afar sannfærandi 0-3 útisigur er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar.

Alfons og félagar töpuðu stigum á lokamínútunum

Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn fallbaráttuliði Ham-Kam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ingibjörg lék allan leikinn í sigri | Íslendingalið Sogndal fékk skell

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Valerenga er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Lyn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Íslendingalið Sogndal fékk hins vegar skell í karlaboltanum, en liðið mátti þola 0-4 tap gegn Brann á heimavelli.

Sjá næstu 50 fréttir