Fleiri fréttir

Utan vallar: Svart­nættið í Manchester

Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál.

Félag sem átti að verða eitt það besta í Evrópu leggur upp laupana

Rússneska liðið Anzhi Makhachkala átti að verða að einu stærsta liði Evrópu árið 2011 þegar óligarkinn Suleyman Kerimov pumpaði peningum í félagið sem raðaði inn stórstjörnum. Nú er félagið á barmi gjaldþrots og hefur ekki fengið keppnisréttindi í þriðju efstu deild í Rússlandi.

Sex­an hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Rus­sell | Hvað gerir LeBron James?

NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust.

Man United ekki meðal efstu sex liða Eng­lands þegar kemur að eyðslu

Manchester United slefaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð en kemst hins vegar ekki í efstu sex sætin yfir þau félög deildarinnar sem hafa eytt hvað mest í nýja leikmenn í sumar. Chelsea er sem stendur það lið sem hefur eytt mestu.

Fyrir­liði Þróttar frá næstu vikurnar

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hún varð fyrir í 3-0 sigri Þróttar Reykjavíkur á Selfossi í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Umfjöllun: Lech Poznan - Víkingur 4-1 | Ýttu þeim pólsku út á ystu nöf

Víkingur er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 4-1 tap fyrir Lech Poznan í framlengdum seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar í kvöld. Póllandsmeistararnir unnu einvígið, 4-2 samanlagt, og Evrópuævintýri Íslands- og bikarmeistaranna er því lokið eftir átta leiki og frábæra frammistöðu.

Umfjöllun og viðtöl: Kór­drengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í hálf­leik og FH fer í undanúrslit

Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim.

Um­fjöllun: İstan­bul Başakşehir-Breiða­blik 3-0 | Tyrkneska liðið of stór biti fyrir Blika

Breiðablik laut í lægra haldi, 3-0, þegar liðið sótti Istanbul Basaksehir heim á Basaksehir Fatih Terim-leikvanginn í Istanbúl í seinni leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Istanbul Basaksehir vann einvígið samanlagt 6-1 og fer þar af leiðandi áfram í umspil um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. 

Aron Einar á toppinn í Katar

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Al Arabi vann 2-1 sigur á Al Rayyan í kvöld. Sigurinn lyftir Al Arabi upp á topp efstu deildar í fótbolta í Katar.

Frakk­lands­meistarar PSG vilja Ras­h­ford

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa áhuga á því að fá Marcus Rashford, leikmann Manchester United, í sínar raðir. Frá þessu greinir franski miðillinn L'Équipe.

Ísak Snær ekki með í Tyrk­landi

Ísak Snær Þorvaldsson er ekki með Breiðablik er liðið mætir İstanbul Başakşehir F.K. í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Hann er að glíma við meiðsli.

„Stjórnvöld þurfa að gera meira“

Michail Antonio, framherji West Ham, og Callum Wilson, kollegi hans hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segjast styðja ákvörðun leikmanna í deildinni að draga úr því að krjúpa á hné á komandi leiktíð. Slíkar leiðir til mótmæla nái aðeins svo langt.

„Efast um að þeir nái í tvö lið á æfingum“

Haukar hafa misst töluvert úr sínum leikmannahópi fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla, aðallega vegna meiðsla. Sérfræðingar hlaðvarpsins Handkastsins veltu upp stöðu liðsins og þá hvort Rúnar Sigtryggsson, nýr þjálfari liðsins, geti hresst upp á andrúmsloftið í félaginu.

Segist lélegasti kylfingurinn sem hefur fjórum sinnum farið holu í höggi

Arnór Guðjohnsen, fyrrverandi knattspyrnukappi — einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt —, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Grafarholtsvellinum í gær. Þetta er í fjórða skipti sem Arnór fer holu í höggi en hann segir að þetta hafi verið skemmtilegasta hola-í-höggi hingað til.

Elvar Már semur við litáísku meistarana

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur gengið frá samningi við litáísku meistarana Rytas Vilnius um að spila með liðinu á komandi leiktíð. Elvar var kjörinn leikmaður ársins í Litáen á þarsíðustu leiktíð.

„Snýst um að leyfa andrúmsloftinu ekki að kyrkja okkur til dauða“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í Poznan í Póllandi í gær í aðdraganda síðari leiks Víkings við Lech Poznan í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Síðari leikurinn fer fram í kvöld en Víkingur með 1-0 forystu í einvíginu.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.