Sóla um leikana: Eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 08:30 Sólveig Sigurðardóttir er hörð við sig sjálfa eftir heimsleikana um síðustu helgi en ætlar sér um leið að koma sterk til baka á næsta tímabili. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir fer ekkert í felur með það að hún valdið sjálfri sér vonbrigðum með frammistöðunni á heimsleikunum í CrossFit um síðustu helgi. Hún gerði frábærlega með því að tryggja sér sæti á sínum fyrstu heimsleikum en náði þar ekki alveg markmiðum sínum. Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig. CrossFit Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira
Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig.
CrossFit Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira