Sóla um leikana: Eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 08:30 Sólveig Sigurðardóttir er hörð við sig sjálfa eftir heimsleikana um síðustu helgi en ætlar sér um leið að koma sterk til baka á næsta tímabili. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir fer ekkert í felur með það að hún valdið sjálfri sér vonbrigðum með frammistöðunni á heimsleikunum í CrossFit um síðustu helgi. Hún gerði frábærlega með því að tryggja sér sæti á sínum fyrstu heimsleikum en náði þar ekki alveg markmiðum sínum. Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig. CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig.
CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira