Fleiri fréttir

Keypti bolta og búnað fyrir liðið en segir að félagið hafi svikið samninginn

Arnar Hallsson, fyrrverandi þjálfari ÍR, segist hafa hætt þjálfun liðsins sökum þess að félagið hafi ekki staðið við sinn enda samningsins við hann á sínum tíma. Arnar hafi keypt bolta og búnað fyrir ÍR, en að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að afla fjár og koma til móts við hans kröfur.

Lech Poznan gefur árskortshöfum frítt á leikinn gegn Víkingum

ÞPólsku meistararnir í Lech Poznan gera sér greinilega algjörlega grein fyrir því að liðið þarf á stuðningi að halda er Víkingur mætir í heimsókn í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn. Eigendur árskorta á heimaleiki liðsins munu fá frítt á leikinn.

Elín Metta: Vorkenni Pétri að þurfa að velja liðið

Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen minnti heldur betur á sig þegar hún skoraði þriðja mark Vals í 0-5 sigri í Keflavík. Markið skoraði Elin eftir að hafa verið inn á leikvellinum í rétt rúma mínútu.

Þriðja liðið sem við smíðum í sumar

„Ég er hrikalega stoltur af liðinu, það er ekki létt að koma til Akureyrar en þetta fór vel í dag,“ sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir gríðarlega mikilvægan sigur, 0-1 á móti Þór/KA. 

Elías og félagar fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðini Midtjylland eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 tap gegn Benfica í kvöld. Evrópuævintýri liðsins er þó ekki lokið þar sem tapið þýðir að Midtjylland fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Markalaust hjá Íslendingaliðunum í sænsku B-deildinni

Íslendingaliðin Öster og Trelleborg voru í eldlínunni í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Alex Þór Hauksson og félagar hans í Öster gerðu markalaust jafntefli gegn Skövde og á sama tíma gerðu Böðvar Böðvarsson og félagar hans markalaust jafntefli gegn Utsikten.

Serena Williams hættir

Tennisstjarnan Serena Williams greinir frá því í grein sem Vogue birtir í dag að hún muni leggja tennisspaðann á hilluna eftir nokkrar vikur.

Ásdís líka farin til Skara

Leikmönnum sem farið hafa frá KA/Þór út í atvinnumennsku í sumar heldur áfram að fjölga því Ásdís Guðmundsdóttir var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Skara.

Sjá næstu 50 fréttir