Serena Williams hættir Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 13:24 Serena Williams ætlar að hætta að keppa í tennis eftir nokkrar vikur, eftir einstakan feril. Getty Tennisstjarnan Serena Williams greinir frá því í grein sem Vogue birtir í dag að hún muni leggja tennisspaðann á hilluna eftir nokkrar vikur. Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna. Tennis Bandaríkin Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna.
Tennis Bandaríkin Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira