Fleiri fréttir

Dagur í lífi Söru Sigmunds í Dúbaí

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir eyðir síðustu mánuðum ársins 2021 í hitanum í Dúbaí og gerir allt til þess að geta keppt á sínu fyrsta móti rétt fyrir jól. Í Youtube-þættinum „Behind the Rune“ sýnir Sara frá degi sínum í Dúbæ og ræðir markmið sín á næstunni.

„Ekkert vandamál að selja Land Cruiser“

Framganga Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar í Subway deildinni í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar á föstudagskvöld.

Arnór Ingvi spilaði í tapi gegn Inter Miami

Arnór Ingvi Traustason og félagar í New England Revolution voru fyrir löngu búnir að tryggja sér efsta sæti MLS deildarinnar þegar kom að lokaumferð deildarkeppninnar í kvöld.

Albert spilaði í tapi gegn Feyenoord

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Glæsimörk í leik Leeds og Leicester

Það var búist við hörkuskemmtilegum leik þegar að Leeds fékk Leicester í heimsókn á Elland Road fyrr í dag, það reyndist rétt þó mörkin hafi ekki verið mörg. Áhorfendur fengu samt eitthvað fyrir sinn snúð þegar tvö glæsimörk litu dagsins ljós með einungis tveggja mínútna millibili. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1.

Smith Rowe hetja Arsenal

Arsenal, sem hafði ekki tapað í níu síðustu leikjum sínum, vann sigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Emile Smith Rowe skoraði eina mark leiksins og eftir rautt spjald og langan uppbótartíma tókst Arsenal að knýja fram sigur, 1-0.

Kamaru Usman meistari í veltivigt

Kamaru Usman bar sigurorð af andstæðingi sínum, Colby Covington, í UFC 268 í New York í gærkvöldi. Usman vann bardagann á dómaraákvörðun.

Guðlaugur Viktor spilaði allan leikinn í tapi Schalke

Íslenski landsliðsmaðurinn, Guðlaugur Viktor Pálsson, var að venju í byrjunarliði Schalke 04 þegar að liðið tók á móti Darmstadt í þýsku fyrstu deildinni í dag. Schalke gat með sigri farið enn nær toppnum en það mistókst. Darmstadt vann leikinn 2-4,

Amanda og Ingibjörg spiluðu í tapi Vålerenga | Sandviken meistari

Íslensku landsliðsmennirnir Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir byrjuðu báðar í dag þegar að lið þeirra Vålerenga tapaði fyrir Stabæk á heimavelli, 0-1. Úrslitin réðust í norsku deildinni því Sandviken þurfti einungis einn sigur til þess að tryggja sér titilinn og hann kom í dag.

Dean Smith rekinn frá Aston Villa

Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur verið sagt upp störfum. Aston Villa hefur gengið illa í deildinni og eru sem stendur í 15. sæti í deildinni. Síðasti leikur Dean Smith við stjórnvölinn var tap gegn Southampton síðastaliðið föstudagskvöld.

Arnór spilaði í endurkomusigri Venezia á Roma

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik í leik Venezia og Roma sem var leikinn á Pier Luigi Penzo vellinum í Feneyjum í dag. Venezia lenti undir í leiknum en vann að lokum 3-2 sigur.

Lewandowski í hóp með Messi og Ronaldo

Ótrúlegt ár pólska framherjans Robert Lewandowski heldur áfram. Með marki sínu á móti Freiburg í gær er hann búinn að skora 60 mörk fyrir Bayern Munchen og Pólska landsliðið samanlagt á þessu ári.

Southgate: Klopp hættir aldrei að skjóta

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er orðinn langþreyttur á pillunum sem Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, sendir honum reglulega í fjölmiðlum.

Skrifar söguna í ofur-millivigt

Saul „Canelo“ Alvarez heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar í hnefaleikaheiminum. Í nótt bar hann sigurorð af Caleb Plant í bardaga um IBF titilinn.

Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrifin

Liðsmenn Subway Körfuboltakvölds völdu tíu bestu tilþrifin úr umferðum Subway deildanna í vikunni. Af nógu var að taka. Troðslur, hugguleg sniðskot, hundaheppni, langskot og fleira.

NBA: Doncic með flautukörfu á móti Boston

Slóveninn Luka Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu sem tryggði Dallas Mavericks sigurinn á móti Boston Celtics í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 32 stig fyrir Boston, sem lenti langt undir í leiknum en kom til baka.

Tuchel: Burnley voru heppnir

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var að vonum vonsvikinn eftir að Chelsea mistókst að sigra Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Valtteri Bottas á ráspól í Mexíkó

Finninn Valtteri Bottas sem ekur fyrir lið Mercedes var með besta tímann í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fer fram í Mexíkóborg síðar í dag.

Framlengingin: Hver hefur komið mest á óvart?

Framlengingin var á sínum stað í Subway körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Sérfræðingar þáttarins, þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson fengu fimm spurningar frá stjórnanda þáttarins, Kjartani Atla Kjartanssyni.

Real Madrid á toppinn eftir sigur

Það var mikið undir þegar að Real Madrid fékk nágranna sína í Rayo Vallecano í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 þá þurftu Madrídingar aðeins að svitna í lokin en unnu að síðustu góðan sigur, 2-1.

Valencia stal sigrinum á síðustu sekúndunum

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia sluppu með skrekkinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í kvöld þegar liðið fékk Joventut Badalona í heimsókn. Eftir að hafa verið undir mestallan leikinn tókst Valencia að síga framúr á lokakaflanum og vinna sigur, 71-70.

Poulsen sökkti Dortmund

Borussia Dortmund mistókst að halda í við risana í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, en liðið mætti RB Leipzig. Það var Daninn Yussuf Poulsen sem reyndist munurinn á liðunum en hann skoraði sigurmarkið.

Rekinn eftir fyrsta sigurinn

Daniel Farke, þjálfari Norwich City í ensku úrvalsdeildinni, var rekinn í kjölfarið á fyrsta sigri liðsins í deildinni. Daniel hefur verið gagnrýndur mikið enda hafa Kanarífuglarnir verið í miklum vandræðum í upphafi tímabilsins.

Cuadrado hetja Juventus

Juventus vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Sjá næstu 50 fréttir