Körfubolti

„Ekkert vandamál að selja Land Cruiser“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurður Þorsteinsson hefur spilað vel í upphafi móts.
Sigurður Þorsteinsson hefur spilað vel í upphafi móts. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Framganga Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar í Subway deildinni í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar á föstudagskvöld.

Sigurður Gunnar gekk til liðs við Tindastól í sumar eftir að hafa fallið úr deildinni með Hetti á síðustu leiktíð.

Sigurður hefur spilað gríðarlega vel í upphafi móts og þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson hrósuðu honum í hástert.

„Siggi er ógeðslega duglegur leikmaður og hefur alltaf verið. Hann talaði um það sjálfur í viðtali eftir leikinn að hann hefði verið að stíga upp úr meiðslum í fyrra en nú er hann farinn að treysta sér fullkomlega. Það er mikill kraftur í honum,“ segir Jón Halldór.

Sigurður varð fyrir alvarlegum meiðslum fyrir tæpum tveimur árum síðan, þá leikmaður ÍR, en er að nálgast sitt besta form þrátt fyrir að vera ekkert unglamb í körfuboltaárum.

„Að lenda í krossbandaslitum 33 ára er risastórt,“ sagði Jón Halldór en þegar Kjartan Atli benti á að Sigurður ætti langan feril að baki og líkti honum við gamlan Land Cruiser minnti Jón Halldór á kunnáttu sína sem sölumaður.

„Það er ekkert vandamál að selja Land Cruiser, bara svo þú vitir það.“

Sjáðu umræðuna um Sigurð Gunnar í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni.

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Sigga Þorsteins

Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrifin

Liðsmenn Subway Körfuboltakvölds völdu tíu bestu tilþrifin úr umferðum Subway deildanna í vikunni. Af nógu var að taka. Troðslur, hugguleg sniðskot, hundaheppni, langskot og fleira.

Framlengingin: Hver hefur komið mest á óvart?

Framlengingin var á sínum stað í Subway körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Sérfræðingar þáttarins, þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson fengu fimm spurningar frá stjórnanda þáttarins, Kjartani Atla Kjartanssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×