Körfubolti

Framlengingin: Hver hefur komið mest á óvart?

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Skjáskot úr Körfuboltakvöldi
Skjáskot úr Körfuboltakvöldi

Framlengingin var á sínum stað í Subway körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Sérfræðingar þáttarins, þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson fengu fimm spurningar frá stjórnanda þáttarins, Kjartani Atla Kjartanssyni.

Framlengingin er fyrir löngu búin að festa sig í sessi sem ómissandi hluti af Subway körfuboltakvöldi. Fyrsta spurningin snerist um hver hefði komið mest á óvart.

Jón Halldór var á því að það væri Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR:

„Ég myndi segja Tóti Turbo. Ég átti ekki von á, miðað við frammistöðuna í fyrra, að hann myndi koma svona svakalega öflugur inn í þetta. Hann er búinn að vera algerlega frábær og draga vagninn fyrir þá“, sagði Jón.

Tómas benti á Hilmar Pétursson, leikmann Breiðabliks:

„Ég ætla bara að segja Hilmar Pétursson, hjá Blikum. Hann hefur dálítið leitt þetta Blikalið, þó þeir séu bara einn og fjórir á tímabilinu. Ég bjóst ekki alveg við þessu.“, sagði Tómas.

Kjartan Atli vildi þá líka leggja orð í belg og talaði um liðsfélaga Hilmars, Everage Richardsson:

„Everage Richardsson, hann er líka búinn að bera liðið uppi með Hilmari og að eiga svona aukagír inni á þessum aldri er magnað“, sagði Kjartan Atli.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×