Fleiri fréttir

Spánverjar náðu bronsinu eftir háspennuleik

Spánn hlaut bronsverðlaun í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Þeir spænsku lögðu Egypta naumlega, 33-31, í leiknum um þriðja sæti mótsins.

Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna

Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu.

Hlynur bætir enn eitt Íslandsmetið

Hlauparinn Hlynur Andrésson sló í gærkvöld eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í Jessheim í Noregi. Hlynur kom í mark á 7:54,72 mínútum.

Urriðinn í dalnum bara stækkar

Laxárdalurinn er hægt og rólega að verða eitt áhugaverðasta urriðaveiðisvæði landsins og það er ekkert skrítið að menn sæki þangað á hverju ári.

Þrjár komnar yfir 1.000 laxa

Listinn yfir veiðina í laxveiðiánum er uppfærður öll miðvikudagskvöld og nú hefur staðan þar aðeins batnað.1.292 laxa

Messi langt kominn í viðræðum við PSG

Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi virðist á leið til Parísar í Frakklandi eftir að samningaviðræður hans við Barcelona sigldu í strand í fyrradag. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann skrifi undir hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain í næstu viku.

Dagskráin í dag: Samfélagsskjöldurinn, golf og Championship

Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag þar sem stórleikur Leicester City og Manchester City um samfélagsskjöldinn á Englandi ber hæst. Keppni í ensku Championship-deildinni er komin af stað og þá er nóg um að vera í golfinu.

Borga tæpar 50 milljónir punda fyrir varnarmanninn

Argentínumaðurinn Cristian Romero skrifaði í dag undir hjá enska knattspyrnuliðinu Tottenham um að leika með félaginu næstu árin, en lengd samnings hans var ekki gefin upp. Romero er næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Fjörugt jafntefli í fyrsta leik tímabilsins

Bournemouth og West Bromwich Albion komu tímabilinu af stað í Championship-deildinni á Englandi í kvöld. Liðin skildu jöfn, 2-2, er þau mættust á Vitality-vellinum í Bournemouth á suðurströnd Englands.

Kórdrengir sækja að Eyjamönnum

Kórdrengir unnu 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í síðari leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Allt stefnir í harða baráttu þeirra við ÍBV um sæti í Pepsi Max-deild karla að ári.

Midtjylland vann góðan sigur án Mikaels

Mikael Anderson er enn fjarri góðu gamni eftir kórónuveirusmit og var ekki í leikmannahópi Midtjylland sem vann 4-1 sigur á Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Aron Snær í forystu þegar keppni er hálfnuð

Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, er efstur á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Annar hringur mótsins var leikinn á Jaðarsvelli á Akureyri í dag.

Sterkur sigur Stefáns og félaga í Silkeborg

Silkeborg vann 4-1 sigur á Viborg í fyrsta leik fjórðu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta í Danmörku. Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborgara.

Kane sárnar umfjöllunin: Hef aldrei neitað að æfa

Harry Kane, framherji og fyrirliði Tottenham Hotspur á Englandi, sendi frá sér tilkynningu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann segist mæta til æfinga hjá félaginu á morgun. Honum sárni spurningar um fagmannleika sinn.

Helgi Már tekur við KR

Helgi Már Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Helgi skrifaði undir þriggja ára samning við KR og Jakob eins árs samning.

Sjá næstu 50 fréttir