Handbolti

Frakkar í úrslit en Kristín og Svíarnir leika um bronsið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frakkar eru komnir í úrslit á öðrum Ólympíuleikunum í röð.
Frakkar eru komnir í úrslit á öðrum Ólympíuleikunum í röð. getty/Dean Mouhtaropoulos

Frakkar eru komnir í úrslit í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Svíum, 29-27.

Í úrslitaleiknum mætir Frakkland annað hvort Rússlandi eða Noregi sem Þórir Hergeirsson stýrir. Leikur Rússa og Norðmanna hefst klukkan 12:00. Tapliðið í þeim leik mætir Svíum í bronsleiknum.

Svíþjóð byrjaði betur gegn Frakklandi og komst í 2-5. Frakkar náðu svo tökum á leiknum og voru marki yfir í hálfleik, 15-14.

Svíar komust yfir í seinni hálfleik, 20-21, en Frakkar svöruðu með þremur mörkum í röð og náðu taki á leiknum sem þær slepptu ekki.

Hin íslenskættaða Kristín Þorleifsdóttir var ekki á meðal markaskorara hjá Svíum en var í stóru hlutverki í vörn þeirra. Jenny Carlson og Johanna Westberg skoruðu sex mörk hvor fyrir Svíþjóð og Jamina Roberts fimm.

Grace Zaadi Deuna skoraði sjö mörk fyrir Frakka og Pauletta Foppa fimm. Frakkland komst einnig í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 en tapaði þá fyrir Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×