Golf

Hulda Clara komin með átta högga forystu eftir frábæran dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hulda Clara Gestsdóttir er að spila vel á Akureyri.
Hulda Clara Gestsdóttir er að spila vel á Akureyri. GSÍmyndir/SETH

Hulda Clara Gestsdóttir, nítján ára kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er að gera mjög flotta hluti á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri.

Hulda Clara lék á tveimur höggum undir pari og er á þremur höggum undir pari eftir tvo fyrst dagana. Hún lék fyrsta daginn á 70 höggum og var síðan á 69 höggum í dag.

Hulda Clara hefur átta högga forskot á Ragnhildi Kristinsdóttur sem lék á tveimur höggum yfir pari í dag og er á fimm höggum yfir pari samanlagt.

Hulda Clara endaði gærdaginn á fjórum fuglum á síðustu sex holunum og hún byrjaði daginn í dag á því að fá örn og fugl á fyrstu tveimur holunum.

Hulda Clara er sú eina sem hefur leikið hring undir pari hjá stelpunum og það hefur hún gert báða dagana. Í dag var hún með fjóra fugla, einn örn og fjóra skolla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×