Sport

Hækkuðu sig um þyngdarflokk milli Ólympíuleika en unnu aftur Ólympíugull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kúbverjinn Julio Cesar La Cruz fagnar sigri á Muslim Gadzhimagomedov í úrslitabardaganum í nótt.
Kúbverjinn Julio Cesar La Cruz fagnar sigri á Muslim Gadzhimagomedov í úrslitabardaganum í nótt. AP/Themba Hadebe)

Kúbverjar eru konungar hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó en þeir hafa unnið þrenn gullverðlaun í keppninni til þessa.

Kúba er mikil hnefaleikaþjóð og hefur unnið næstum því helming allra gullverðlauna sinn á Ólympíuleikum í hnefaleikum. Á leikunum í Tókyó er Kúba eina þjóðin með fleiri en ein gullverðlaun en það eru margir flokkar eftir að klárast ennþá.

Julio César La Cruz vann þungavigtina í nótt en áður hafði Arlen López unnið léttþungavigt og Roniel Iglesias veltivigtina.

Julio César vann Rússann með rosalega nafnið, Muslim Gadzhimagomedov, með miklum yfirburðum í úrslitabardaganum

Þetta er fyrstu gullverðlaun Kúbverja í þyngsta flokknum síðan að Odlanier Solis vann gullið í Aþenu árið 2004.

Julio César og López voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð en þetta voru líka önnur Ólympíugullverðlaun Iglesias sem vann einnig gull í London 2012.

Það sem vekur athygli við árangur þessara þriggja er að þeir unnu hin gullverðlaunin sín í öðrum þyngdarflokki en áður.

Julio César vann léttþungavigtina 2016 en þungavigtina núna. López vann millivigtina í Ríó fyrir fimm árum en léttþungavigtina núna. Það er lengri tími liðann frá fyrra gulli Iglesias en það vann hann í léttveltivigt en að þessu sinni keppti hann í veltivigt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×