Sport

Dagskráin í dag: Samfélagsskjöldurinn, golf og Championship

Valur Páll Eiríksson skrifar
Geta Leicester strítt Englandsmeisturunum?
Geta Leicester strítt Englandsmeisturunum? EPA-EFE/Tim Keeton

Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag þar sem stórleikur Leicester City og Manchester City um samfélagsskjöldinn á Englandi ber hæst. Keppni í ensku Championship-deildinni er komin af stað og þá er nóg um að vera í golfinu.

Fótbolti

Bikarmeistarar Leicester City mæta Englandsmeisturum Manchester City í árlegum leik meistara meistaranna á Englandi, sem markar upphaf nýs tímabils. Leikur liðanna hefst klukkan 16:15 en bein útsending frá Wembley í Lundúnum hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport 2.

Tveir leikir verða þá sýndir í ensku B-deildinni, Championship-deildinni, en fyrsta umferðin þar hófst í gærkvöldi með leik Bournemouth og West Bromwich Albion.

Blackburn fær Swansea City í heimsókn á Ewood Park klukkan 14:00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 3 klukkan 13:55.

Charlton Athletic taka þá á móti Sheffield Wednesday á The Valley í Lundúnum í C-deildinni, League 1. Bein útsending hefst klukkan 16:25 á Stöð 2 Sport 3.

Golf

Evróputúr karla heldur áfram í dag og hefst bein útsending frá móti helgarinnar þar klukkan 12:00 á Stöð 2 eSport.

Evróputúr kvenna, LET-mótaröðin, er þá einnig á dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 14:30 á Stöð 2 Sport 4.

FedEx St. Jude-meistaramótið er á dagskrá á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 og Barracuda-meistaramótið á PGA-mótaröðinni er klukkan 22:00 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×