Diana og Sue nú bara einum sigri frá gulli á fimmtu Ólympíuleikunum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 09:01 Diana Taurasi og Sue Bird fagna félögum sínum í bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Eric Gay Bandarísku körfuboltakonurnar Diana Taurasi og Sue Bird komust í nótt með landsliði sínu í úrslitaleik körfuboltakvenna kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríska liðið vann þá öruggan tuttugu stiga sigur á Evrópumeisturum Serba, 79-59, og er komið alla leið í úrslitaleik Ólympíuleikanna á sjöundu leikunum í röð. MEDAL GAME BOUND With a 79-59 win over Serbia, the U.S. Women's National Team will play for their 7th straight medal #Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/0xv7f6BbS5— WNBA (@WNBA) August 6, 2021 Reynsluboltarnir Diana Taurasi og Sue Bird hafa verið með í síðustu fjórum Ólympíumeistaraliðum Bandaríkjanna og er nú því bara einum sigri frá gulli á fimmtu leikunum í röð. Báðar fengu þær gull um hálsinn í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. Bird er fertug og Taurasi er 39 ára. Aðeins ein bandarísk körfuboltakona hefur unnið fimm Ólympíugull en því náði Teresa Edwards á árunum 1984 til 2000. Hún vann þó ekki fimm gull í röð því bandaríska liðið fékk bara brons í Barcelona 1992. Diana Taurasi and Sue Bird head to their 5th straight Olympic #basketball final. #USA Legends. pic.twitter.com/xkbF580iKr— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bandarísku stelpurnar voru ekki alltof sannfærandi í byrjun mótsins en hafa spilað betur og betur með hverjum leik. Sigurinn í nótt var aldrei í hættu og nú bíða annað hvort Frakkland eða Japan í úrslitaleiknum. Miðherjinn Brittney Griner var atkvæðamest í bandaríska liðinu með 15 stig og 12 fráköst, Breanna Stewart var með 12 stig og 10 fráköst og Chelsea Gray kom inn af bekknum með 14 stig. Bird skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum en Taurasi var stigalaus en með fjórar stoðsendingar á þrettán mínútum. Enginn úr byrjunarliði Serba skoraði meira en sex stig í leiknum og byrjunarliðið var samtals með 17 stig og 28 prósent skotnýtingu. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Bandaríska liðið vann þá öruggan tuttugu stiga sigur á Evrópumeisturum Serba, 79-59, og er komið alla leið í úrslitaleik Ólympíuleikanna á sjöundu leikunum í röð. MEDAL GAME BOUND With a 79-59 win over Serbia, the U.S. Women's National Team will play for their 7th straight medal #Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/0xv7f6BbS5— WNBA (@WNBA) August 6, 2021 Reynsluboltarnir Diana Taurasi og Sue Bird hafa verið með í síðustu fjórum Ólympíumeistaraliðum Bandaríkjanna og er nú því bara einum sigri frá gulli á fimmtu leikunum í röð. Báðar fengu þær gull um hálsinn í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. Bird er fertug og Taurasi er 39 ára. Aðeins ein bandarísk körfuboltakona hefur unnið fimm Ólympíugull en því náði Teresa Edwards á árunum 1984 til 2000. Hún vann þó ekki fimm gull í röð því bandaríska liðið fékk bara brons í Barcelona 1992. Diana Taurasi and Sue Bird head to their 5th straight Olympic #basketball final. #USA Legends. pic.twitter.com/xkbF580iKr— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bandarísku stelpurnar voru ekki alltof sannfærandi í byrjun mótsins en hafa spilað betur og betur með hverjum leik. Sigurinn í nótt var aldrei í hættu og nú bíða annað hvort Frakkland eða Japan í úrslitaleiknum. Miðherjinn Brittney Griner var atkvæðamest í bandaríska liðinu með 15 stig og 12 fráköst, Breanna Stewart var með 12 stig og 10 fráköst og Chelsea Gray kom inn af bekknum með 14 stig. Bird skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum en Taurasi var stigalaus en með fjórar stoðsendingar á þrettán mínútum. Enginn úr byrjunarliði Serba skoraði meira en sex stig í leiknum og byrjunarliðið var samtals með 17 stig og 28 prósent skotnýtingu.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira