Fleiri fréttir

ÍBV áminnt vegna andstyggilegra hrópa

„Það er ólíðandi að leikmenn og fjölskyldur þurfi að sitja undir svona á leikjum. Það getur ekki gengið upp til lengdar,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um hegðun stuðningsmannahóps ÍBV á leikjum við FH.

„Kjaftæði“ að Valsmenn eigi mikið inni

Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari sem stýrði Val til tveggja Íslandsmeistaratitla og tveggja bikarmeistaratitla, segir að það sé „kjaftæði“ að Valur eigi mikið meira inni en liðið hefur sýnt í sumar.

Kapphlaupið í hundrað landsleiki

Rúnar Kristinsson er eini Íslendingurinn sem hefur náð að spila hundrað leiki fyrir A-landsliðs karla í knattspyrnu. Það er hins vegar von á því að það bætist í hópinn í ár og það eru nokkrir sem eru til kallaðir.

Sungu hátt og kröftuglega fyrir Deane Williams í beinni

Deane Williams mætti á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi eftir þriðja sigur Keflvíkinga á KR en Keflavíkurliðið var þá fyrsta liðið í átta ár til að slá KR út úr úrslitakeppninni.

Sjáðu fyrsta upphitunarþáttinn fyrir EM

Evrópumótið í fótbolta hefst á föstudaginn og hitað verður upp fyrir mótið á hverju kvöldi á nýrri EM-rás Stöðvar 2. Fyrsti upphitunarþátturinn er kominn inn á Vísi.

Grínið sem varð að veruleika

Síðustu dagar hafa verið ansi góðir fyrir Bjarka Má Elísson og félaga í þýska handboltaliðinu Lemgo. Á fimmtudaginn unnu þeir ævintýralegan sigur á Kiel í undanúrslitum bikarkeppninnar og á föstudaginn varð Lemgo svo bikarmeistari í fyrsta sinn síðan 2002 eftir sigur á Melsungen.

Ekki á af Van de Beek að ganga

Eftir vonbrigðavetur á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United varð hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek svo fyrir áfalli nú þegar í ljós kom að hann missir af Evrópumótinu í fótbolta sem er að hefjast.

Spánverjar bólusettir örfáum dögum fyrir EM

Eftir að fyrirliðinn Sergio Busquets greindist með kórónuveiruna hafa spænsk yfirvöld nú gefið leyfi fyrir því að allir 24 leikmenn spænska landsliðsins í fótbolta verði bólusettir. Aðeins sex dagar eru í fyrsta leik Spánar á EM.

Brooklyn æðir áfram og saknaði Hardens ekkert

Þrátt fyrir að vera án James Harden vegna meiðsla þá völtuðu Brooklyn Nets hreinlega yfir Milwaukee Bucks í nótt og komust í 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.

Hetjan Hansen: Ég missti fjögur kíló

Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í 1-1 jafntefli liðsins við Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Sá danski skoraði jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Stórsigrar hjá Þýskalandi og Færeyjum

Þýskaland og Færeyjar unnu í kvöld stórsigra er fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram en mörg lið eru að undirbúa sig fyrir EM sem hefst um helgina.

Man. City vill fá bæði Grealish og Kane í sumar

Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á að kaupa bæði Harry Kane og Jack Grealish samkvæmt heimildum erlendra miðla. Langbesta lið tímabilsins gæti því orðið enn sterkara á næstu leiktíð.

Átján ára ísköld á ögurstundu

Hin átján ára Rakel Sara Elvarsdóttir átti stóran þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli KA/Þórs og sýndi oft stáltaugar þegar mest var undir í úrslitakeppninni.

Sjá næstu 50 fréttir