„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:53 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. „Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
„Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira