Körfubolti

Opinberuðu góðan liðsstyrk eftir að hafa sópað KR út

Sindri Sverrisson skrifar
Jaka Brodnik skoraði að meðtali tæplega 15 stig í leik með Tindastóli í vetur.
Jaka Brodnik skoraði að meðtali tæplega 15 stig í leik með Tindastóli í vetur. vísir/hulda margrét

Deildarmeistarar Keflavíkur tilkynntu um góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í gærkvöld, um leið og þeir höfðu tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Slóveninn Jaka Brodnik hefur samið við Keflvíkinga um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Keflavík verður því þriðja liðið sem hann spilar með á Íslandi því Brodnik hefur einnig spilað með Tindastóli og Þór Þorlákshöfn.

Brodnik lék með Tindastóli í 8-liða úrslitum gegn Keflavík í maí þar sem Keflvíkingar unnu 3-0. Þar skoraði hann að meðaltali 18 stig í leik, tók 6,7 fráköst og gaf 1,3 stoðsendingar.

Brodnik skoraði að meðaltali 14,8 stig í leik með Tindastóli í Dominos-deildinni í vetur, tók 6,1 frákast og gaf 2,4 stoðsendingar. Það var hans önnur leiktíð á Sauðárkróki en hann lék eina leiktíð með Þór veturinn 2018-2019.

Keflavík sópaði KR út í undanúrslitum og mætir annað hvort Þór Þorlákshöfn eða Stjörnunni í úrslitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.