Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 08:31 Kara Saunders og hin stórskemmtilega dóttir hennar Scottie. Instagram/@karasaundo CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira