„Finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 11:15 Bjarki Már Elísson fagnar í ótrúlegum sigri Lemgo á Kiel í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í síðustu viku. getty/Axel Heimken Bjarki Már Elísson kveðst ánægður í herbúðum Lemgo en hefur áhuga á að reyna sig á stærra sviði. Bjarki er nýkrýndur bikarmeistari með Lemgo en hann skoraði tíu mörk á úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar. Sex þeirra komu í ævintýralegum sigri á Kiel í undanúrslitunum, 29-28. Lemgo var sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11, en vann seinni hálfleikinn með átta mörkum. Bjarki, sem er á sínu öðru tímabili með Lemgo, framlengdi samning sinn við félagið í febrúar um eitt ár. „Það er ekkert leyndarmál að mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Ég hef ekki enn náð því. En þar sem það var erfitt ástand í öllum handboltaheiminum og íþróttalífinu vegna kórónuveirunnar var það besta í stöðunni að framlengja allavega um eitt ár og sjá svo til,“ sagði Bjarki sem fer ekkert í felur með hann langi til að spila fyrir stærra félag. „Mig dreymir um það en það getur vel verið að ég verði hérna áfram. Ég hef ekkert ákveðið en mig langar það.“ Bjarki segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar hann fór frá Füchse Berlin og gekk í raðir Lemgo 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er nú bikarmeistari. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum frá íþróttalegum sjónarmiðum, eins leiður og maður var að fara frá Berlín þar sem okkur fjölskyldunni leið frábærlega,“ sagði Bjarki sem segir að leikstíll Lemgo henti sér betur. „Sem hornamaður ertu háður öðrum leikmönnum og hjá Berlín var ég ekki í nógu stóru hlutverki. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Þau telja og ég varð að komast í stærra hlutverk. Mér finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni og held að ég hafi náð að sýna það síðan ég kom hingað.“ Bjarki segir að nokkur félög hafi sýnt sér áhuga. „Það var einhver möguleiki áður en ég framlengdi hérna í febrúar en ekkert sem mér fannst nógu heillandi til að fara. Ef ég ætla að fara héðan vil ég fara í algjört elítufélag,“ sagði Bjarki að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Bjarki er nýkrýndur bikarmeistari með Lemgo en hann skoraði tíu mörk á úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar. Sex þeirra komu í ævintýralegum sigri á Kiel í undanúrslitunum, 29-28. Lemgo var sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11, en vann seinni hálfleikinn með átta mörkum. Bjarki, sem er á sínu öðru tímabili með Lemgo, framlengdi samning sinn við félagið í febrúar um eitt ár. „Það er ekkert leyndarmál að mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Ég hef ekki enn náð því. En þar sem það var erfitt ástand í öllum handboltaheiminum og íþróttalífinu vegna kórónuveirunnar var það besta í stöðunni að framlengja allavega um eitt ár og sjá svo til,“ sagði Bjarki sem fer ekkert í felur með hann langi til að spila fyrir stærra félag. „Mig dreymir um það en það getur vel verið að ég verði hérna áfram. Ég hef ekkert ákveðið en mig langar það.“ Bjarki segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar hann fór frá Füchse Berlin og gekk í raðir Lemgo 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er nú bikarmeistari. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum frá íþróttalegum sjónarmiðum, eins leiður og maður var að fara frá Berlín þar sem okkur fjölskyldunni leið frábærlega,“ sagði Bjarki sem segir að leikstíll Lemgo henti sér betur. „Sem hornamaður ertu háður öðrum leikmönnum og hjá Berlín var ég ekki í nógu stóru hlutverki. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Þau telja og ég varð að komast í stærra hlutverk. Mér finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni og held að ég hafi náð að sýna það síðan ég kom hingað.“ Bjarki segir að nokkur félög hafi sýnt sér áhuga. „Það var einhver möguleiki áður en ég framlengdi hérna í febrúar en ekkert sem mér fannst nógu heillandi til að fara. Ef ég ætla að fara héðan vil ég fara í algjört elítufélag,“ sagði Bjarki að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira