NBA dagsins: Jafnaði þristamet Currys eftir ráð bróður síns og sendi Doncic í sumarfrí Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 15:01 Marcus Morris setur niður þrist undir lokin á sigrinum gegn Dallas. Getty/Kevork Djansezian Luka Doncic skoraði 46 stig og átti 14 stoðsendingar í síðasta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð, þegar Dallas Mavericks töpuðu 126-111 gegn LA Clippers í oddaleik. Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar. NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar.
NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45
Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55