Fleiri fréttir

Curry og LeBron í bana­stuði | Mynd­bönd

Stórskytturnar LeBron James og Steph Curry voru í miklu stuði í NBA körfuboltanum í nótt. LeBron var stigahæstur í sigri Lakers gegn Chicago og Curry skoraði flest stig Golden State í sigri á Clippers.

Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu

Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji.

Meira kemur til með að mæða á Gylfa í bikarslagnum

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton síðustu vikur og útlit er fyrir enn meira mæði á honum í dag þegar liðið freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni í fótbolta.

„Neyðarlið“ Noregs skellti Hvít-Rússum

Til þess að trufla ekki undirbúning sinn fyrir HM í Egyptalandi tefldu Norðmenn fram varaliði í leikjum sínum við Hvíta-Rússland í undankeppni EM í handbolta.

Ekkert fær stöðvað Al Arabi

Íslendingaliðið Al Arabi er á mikilli siglingu í katarska boltanum. Liðið vann í dag fjórða deildarsigurinn í röð.

Arsenal valdi Pépé fram yfir Zaha

Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, segist hafa rætt við Unai Emery, þáverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um möguleikann á að ganga í raðir félagsins í fyrra. Arsenal hafi hins vegar ákveðið að kaupa Nicolas Pépé.

Kallar eftir skýrari áætlun lendi lið í sóttkví

Darri Freyr Atlason, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segir vissulega gleðiefni að keppni geti hafist að nýju í Dominos-deildunum í næstu viku. Fyrirvarinn sé hins vegar skammur og því verði KR ekki með fullskipað lið í fyrstu leikjunum eftir hléið langa.

Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda

Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik.

Blatter fluttur á spítala

Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, var fluttur á spítala í gær. Ástandið er alvarlegt en hann ku ekki vera í lífshættu.

Pólsku meistararnir sagðir vilja Hjört

Hjörtur Hermannsson, varnarmaður Bröndby, er ofarlega á óskalista Legía Varsjá. Þetta segir pólski vefmiðillinn futbol.pl en danski miðillinn bold.dk hefur þetta eftir pólska miðlinum.

Ancelotti og Hoddle gefa Chelsea föðurleg ráð

Pressan er mikil á Frank Lampard, stjóra Chelsea. Liðið hefur gengið afleitlega að undanförnu og ekki minnkaði pressan eftir 3-1 tapið gegn Manchester City um helgina. Tveir þaulreyndir stjórar segja þó Chelsea að gefa Lampard tíð og tíma.

Sjá næstu 50 fréttir