Doncic magnaður í sigri Dallas og San Antonio vann aftur í Los Angeles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 08:00 Luka Doncic var einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu gegn Denver Nuggets. getty/Matthew Stockman Luka Doncic átti stórkostlegan leik þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets eftir framlengingu, 117-124, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Slóveninn skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var annar sigur Dallas í röð. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Nikola Jokic tryggði Denver framlengingu í þann mund sem leiktíminn rann út. Jokic skoraði 38 stig, líkt og Doncic, þar af sautján í 4. leikhluta. Nikola Jokic buries the stepback jumper to force overtime on TNT.@dallasmavs 109@nuggets 109 pic.twitter.com/gIFUqI66pL— NBA (@NBA) January 8, 2021 Luka & Joker go back-and-forth with 38 PTS apiece as the @dallasmavs win in an OT thriller.Doncic: 38 PTS, 9 REB, 13 ASTJokic: 38 PTS, 11 REB pic.twitter.com/JItKkb1xWV— NBA (@NBA) January 8, 2021 Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn, vann hana, 8-15, og leikinn með sjö stiga mun, 117-124. San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers með 109-118 sigri í Staples Center. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið bæði Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar í liði Lakers. LaMarcus Aldridge's game-high 28 PTS pace the @spurs road W in Los Angeles. pic.twitter.com/vCOLrbDreo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Brooklyn Nets varð aðeins annað liðið til að vinna Philadelphia 76ers í vetur þegar liðið bar sigurorð af toppliði Austurdeildarinnar, 122-109, þrátt fyrir að vera án Kevins Durant og Kyrie Irving. Joe Harris og Caris LaVert drógu vagninn hjá Brooklyn í nótt. Harris skoraði 28 stig og LaVert var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Brooklyn hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti Austurdeildarinnar. The @BrooklynNets defeat PHI behind 28 PTS, 6 3PM from Joe Harris. pic.twitter.com/o9tLhrQYvS— NBA (@NBA) January 8, 2021 Damian Lillard fór á kostum og skoraði 39 stig þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Timberwolves, 135-117, á heimavelli. Damian Lillard tallies 39 PTS, 7 REB, 7 AST in 29 minutes of action for the @trailblazers. pic.twitter.com/6oImT83sQW— NBA (@NBA) January 8, 2021 Þetta var sjötta tap Úlfanna í röð sem áttu ekki möguleika gegn Portland þrátt fyrir að fá 26 stig frá bæði D'Angelo Russell og Anthony Edwards. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies, 90-94. Cleveland hefur komið mjög á óvart í vetur og er í 8. sæti Austurdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp. Andre Drummond sets up Isaac Okoro for the @cavs game-sealing slam. pic.twitter.com/rjbpdxYQjo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Úrslitin í nótt Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira
Slóveninn skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var annar sigur Dallas í röð. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Nikola Jokic tryggði Denver framlengingu í þann mund sem leiktíminn rann út. Jokic skoraði 38 stig, líkt og Doncic, þar af sautján í 4. leikhluta. Nikola Jokic buries the stepback jumper to force overtime on TNT.@dallasmavs 109@nuggets 109 pic.twitter.com/gIFUqI66pL— NBA (@NBA) January 8, 2021 Luka & Joker go back-and-forth with 38 PTS apiece as the @dallasmavs win in an OT thriller.Doncic: 38 PTS, 9 REB, 13 ASTJokic: 38 PTS, 11 REB pic.twitter.com/JItKkb1xWV— NBA (@NBA) January 8, 2021 Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn, vann hana, 8-15, og leikinn með sjö stiga mun, 117-124. San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers með 109-118 sigri í Staples Center. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið bæði Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar í liði Lakers. LaMarcus Aldridge's game-high 28 PTS pace the @spurs road W in Los Angeles. pic.twitter.com/vCOLrbDreo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Brooklyn Nets varð aðeins annað liðið til að vinna Philadelphia 76ers í vetur þegar liðið bar sigurorð af toppliði Austurdeildarinnar, 122-109, þrátt fyrir að vera án Kevins Durant og Kyrie Irving. Joe Harris og Caris LaVert drógu vagninn hjá Brooklyn í nótt. Harris skoraði 28 stig og LaVert var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Brooklyn hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti Austurdeildarinnar. The @BrooklynNets defeat PHI behind 28 PTS, 6 3PM from Joe Harris. pic.twitter.com/o9tLhrQYvS— NBA (@NBA) January 8, 2021 Damian Lillard fór á kostum og skoraði 39 stig þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Timberwolves, 135-117, á heimavelli. Damian Lillard tallies 39 PTS, 7 REB, 7 AST in 29 minutes of action for the @trailblazers. pic.twitter.com/6oImT83sQW— NBA (@NBA) January 8, 2021 Þetta var sjötta tap Úlfanna í röð sem áttu ekki möguleika gegn Portland þrátt fyrir að fá 26 stig frá bæði D'Angelo Russell og Anthony Edwards. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies, 90-94. Cleveland hefur komið mjög á óvart í vetur og er í 8. sæti Austurdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp. Andre Drummond sets up Isaac Okoro for the @cavs game-sealing slam. pic.twitter.com/rjbpdxYQjo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Úrslitin í nótt Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira