Sport

Katrín Tanja komin með nýjan öflugan æfingafélaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir með æfingafélögum sínum í Boston og þjálfaranum Ben Bergeron.
Katrín Tanja Davíðsdóttir með æfingafélögum sínum í Boston og þjálfaranum Ben Bergeron. Instagram/@katrintanja

Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er aftur mætt út til Bandaríkjanna en það verður smá breyting hjá henni í CrossFit stöðinni í New England á nýju ári.

Katrín Tanja heldur áfram að æfa hjá þjálfaranum Ben Bergeron en hann er aftur komin með nýjan skjólstæðing á þessu CrossFit tímabili.

Brooke Wells ákvað að leita á nýjar slóðir en Ben Bergeron hefur í staðinn fengið öfluga CrossFit konu í sitt lið.

Amanda Barnhart, ein besta CrossFit-kona Bandaríkjanna, hefur nefnilega ákveðið að koma til Boston til að æfa hjá Bergeron og með Katrínu Tönju.

Comptrain bauð bæði Amöndu Barnhart og Katrínu Tönju velkomna á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

Amanda Barnhart hefur endaði í sjöunda sæti á tveimur síðustu heimsleikum og var nálægt því að komast í ofurúrslitin á síðustu leikum. Það voru hennar þriðju heimsleikar en hún endaði í fimmtánda sæti á þeim fyrstu árið 2018.

Barnhart náði fjórða besta árangri bandarískra kvenna á heimsleikunum 2020 en fyrir ofan hana voru Kari Pearce, Haley Aadams og Brooke Wells.

Amanda fékk 446 stig í fyrri hlutanum og var þá aðeins fimm stigum á eftir Kari Pearce sem fékk fimmta og síðasta sætið. Katrín Tanja endaði þá í fjórða sæti með 490 stig.

Amanda endaði ofar en Katrín Tanja í þremur af fjórum greinum fyrri dagsins en átti ekki svar við frábærum seinni degi hjá okkar konu sem átti þá endurkomu sem lengi verður talað um.


Tengdar fréttir

Listinn yfir það sem Katrín Tanja elskaði að gera á svakalegu ári

Íslenska CrossFit konan Katrin Tanja Davíðsdóttir átti svakalegt ár þar sem hún byrjaði árið í tómu tjóni með bakið á sér og endaði það í langþráðu fríi á Íslandi. Tíminn inn á milli var ekki síður viðburðaríkur og sögulegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×