Fleiri fréttir

Þráir að enda tímabilið með því að fá gullið um hálsinn

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur hreppt tvenn silfurverðlaun með danska liðinu Es­bjerg á leiktíðinni sem senn fer að ljúka. Rut og samherjar hennar leika til úrslita í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta kvenna.

Lyon mun líklegra til þess að vinna Meistaradeild Evrópu

Barcelona freistar þess í dag að bera sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins. Mótherji spænska liðsins í úrslitaleik keppninnar er hins vegar franska stórveldið Lyon sem þykir mun sigurstranglegra.

Casillas segist ekki vera hættur

Iker Casillas er ekki hættur í fótbolta. Fréttir um það að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna eru rangar segir Spánverjinn.

Sjáðu sigurmark Daníels á Selfossi

Daníel Þór Ingason skoraði ótrúlegt sigurmark á lokasekúndunum í leik Selfoss og Hauka í Hleðsluhöllinni í Iðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla.

Daníel: Sem betur fer söng hann í netinu

Daníel Þór Ingason skoraði sigurmarkið fyrir Hauka gegn Selfossi í leik tvö í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þegar leiktíminn var að renna út í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

Bjarki Már mætir Alfreð í úrslitunum

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin mæta Kiel í úrslitum EHF bikarsins í handbolta. Refirnir unnu Porto í undanúrslitunum í kvöld.

Skuldirnar greiddar í tæka tíð

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið.

Hjörtur fékk bikarsilfur

Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby þurftu að láta sér silfrið nægja í dönsku bikarkeppninni í fótbolta eftir tap fyrir Midtjylland í úrlsitaleik bikarsins.

Kiel í úrslit EHF bikarsins

Alfreð Gíslason stýrði Kiel til úrslita EHF bikarsins með sigri á Holstebro í undanúrslitunum í dag.

Anton Sveinn tryggði farmiðann á HM

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggði sér í dag þátttökurétt á HM í Suður-Kóru þegar hann synti undir HM-lágmarkinu í 100 metra bringusundi.

Selfoss getur komist í lykilstöðu

Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins.

Guardiola bað Liverpool fólk afsökunar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi.

Allegri á förum frá Juventus

Ítalíumeistarar Juventus eru í þjálfaraleit en það er nú orðið ljóst að Massimiliano Allegri hættir með liðið í sumar.

Stóru liðin á Ítalíu hafa áhuga á Sanchez

Það lítur út fyrir að Man. Utd geti losað sig við Alexis Sanchez í sumar en enginn áhugi er á að halda honum þar eftir hörmulega frammistöðu í búningi félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir