Handbolti

Tíu miðar eftir á annan úrslitaleikinn á Selfossi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það verður þokkaleg stemning á Selfossi í kvöld.
Það verður þokkaleg stemning á Selfossi í kvöld. vísir/vilhelm
Aðeins eru tíu miðar eftir á leik tvö í úrslitarimmu Hauka og Selfoss í Olís-deild karla sem fram fer í kvöld í Hleðsluhöllinni á Selfossi klukkan 19.30.

Hleðsluhöllin tekur 750 manns í sæti en Selfyssingar fengu ekki leyfi til að bæta við sætum og því komast færri að en vilja.

Forsala miða fór af stað í gær og var fullt út úr dyrum er Selfyssingar reyndu að ná miða á leikinn en þeirra menn leiða einvígið, 1-0, eftir frábæran sigur í fyrsta leik á Ásvöllum.





Haukar fá 25 prósent miðanna eða 150 stykki þannig aðeins eru 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Innanbúðarmenn þar tjá Vísi að þeir gætu selt svona 1.200 miða bara sínu fólki.

Miðarnir verða væntanlega farnir á næstu mínútum þannig það þýðir líklega ekkert fyrir nokkurn mann að ætla að mæta á Selfoss í kvöld og kaupa miða við dyrnar.

Aftur á móti hafa Selfyssingar sett leikinn á skjá inn í skólastofunum í sama húsi þannig hægt er að horfa á leikinn í sjónvarpinu í Hleðsluhöllinni og fá þannig smá af stemningunni í æð.

Seinni bylgjan hefur upphitun á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×