Handbolti

Arna Sif gengin í raðir Vals

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arna Sif og Íris Björk kátar á Hlíðarenda.
Arna Sif og Íris Björk kátar á Hlíðarenda. mynd/valur
Valskonur voru ekki lengi að finna línu- og varnarmann í stað Gerðar Arinbjarnar sem lagði skóna á hilluna í gær því liðið er búið að semja við landsliðskonuna Örnu Sif Pálsdóttur.

Arna Sif skrifaði undir tveggja ára samning við Íslands, deildar- og bikarmeistara Vals og tekur slaginn með meisturunum í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð.

Arna hefur verið einn albesti leikmaður Íslands undanfarin ár og spilaði í atvinnumennsku í Danmörku, Frakklandi og Ungverjalandi en hún á yfir 100 landsleiki fyrir Ísland.

Miðjublokk Valskvenna verður því ekki árennileg á næstu leiktíð með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og Örnu Sif til að verja markvörðinn Írisi Björk Símonardóttur sem framlengdi samning sinn við Val.

„Það hefur verið gamall draumur hjá Írisi og Örnu Sif að leika saman og nú bendir allt til þess að draumurinn rætist,“ segir í tilkynningu Valsara.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×