Selfoss getur komist í lykilstöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 14:30 Haukar þurfa að svara í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Sölvi Ólafsson sem hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur hrökk heldur betur í gang í fyrsta leiknum og varði um það bil 25 skot og þar af fjögur vítaskot í fyrsta leiknum. Þá tókst Selfyssingum að halda öflugum seinni bylgju hraðaupphlaupum Hauka í skefjum með vel hreyfanlegri 3-3 vörn sinni sem síðar varð að þéttri 6-0 þegar Haukar voru í uppstilltum sóknarleik. Það er spurning hvort Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson láti krók koma á móti þessu bragði Patreks Jóhannessonar í leiknum á Selfossi í kvöld. Elvar Örn Jónsson skaraði fram úr í annars jöfnu Selfossliði sem fékk eitthvert framlag úr flestum stöðum liðsins, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði til að mynda fimm mörk af línunni og hornamaðurinn Hergeir Grímsson gerði slíkt hið sama. Haukar sem urðu deildarmeistarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á útivelli í úrslitakeppninni og hefur beðið lægri hlut í öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Ljóst er að Haukar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Íslandsmeistarar í 12. skipti í sögu félagsins. Selfyssingar fengu síðast heimaleik í úrslitaviðureign Íslandsmótsins árið 1992 og nánast víst að stuðningsmenn Selfoss munu fjölmenna og þeir ásamt Haukamönnum troðfylla Hleðsluhöllina. Fyrsti leikurinn var afar vel spilaður þar sem hart var tekist á án þess að dómarar leiksins þyrftu að taka á honum stóra sínum. Vonandi verður áframhald að þessu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Sölvi Ólafsson sem hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur hrökk heldur betur í gang í fyrsta leiknum og varði um það bil 25 skot og þar af fjögur vítaskot í fyrsta leiknum. Þá tókst Selfyssingum að halda öflugum seinni bylgju hraðaupphlaupum Hauka í skefjum með vel hreyfanlegri 3-3 vörn sinni sem síðar varð að þéttri 6-0 þegar Haukar voru í uppstilltum sóknarleik. Það er spurning hvort Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson láti krók koma á móti þessu bragði Patreks Jóhannessonar í leiknum á Selfossi í kvöld. Elvar Örn Jónsson skaraði fram úr í annars jöfnu Selfossliði sem fékk eitthvert framlag úr flestum stöðum liðsins, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði til að mynda fimm mörk af línunni og hornamaðurinn Hergeir Grímsson gerði slíkt hið sama. Haukar sem urðu deildarmeistarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á útivelli í úrslitakeppninni og hefur beðið lægri hlut í öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Ljóst er að Haukar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Íslandsmeistarar í 12. skipti í sögu félagsins. Selfyssingar fengu síðast heimaleik í úrslitaviðureign Íslandsmótsins árið 1992 og nánast víst að stuðningsmenn Selfoss munu fjölmenna og þeir ásamt Haukamönnum troðfylla Hleðsluhöllina. Fyrsti leikurinn var afar vel spilaður þar sem hart var tekist á án þess að dómarar leiksins þyrftu að taka á honum stóra sínum. Vonandi verður áframhald að þessu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira