Handbolti

Sjáðu sigurmark Daníels á Selfossi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
s2 sport

Daníel Þór Ingason skoraði ótrúlegt sigurmark á lokasekúndunum í leik Selfoss og Hauka í Hleðsluhöllinni í Iðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla.

Haukar áttu aukakast úti við hliðarlínu þegar tíminn var við það að renna út og staðan jöfn. Heimir Óli Heimisson tók aukakastið hratt, sendi beint á Daníel sem skaut strax á markið fyrir miðju og söng boltinn í netinu.

Haukar fóru því með 27-26 sigur, jöfnuðu einvígið í 1-1 og tóku heimaleikjaréttinn aftur.

Þetta ótrúlega mark má sjá hér.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.