Körfubolti

Varamenn Milwaukee skoruðu 54 stig í öruggum sigri á Toronto

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giannis Antetokounmpo skorar tvö af 30 stigum sínum gegn Toronto í nótt.
Giannis Antetokounmpo skorar tvö af 30 stigum sínum gegn Toronto í nótt. vísir/getty
Milwaukee Bucks er 2-0 yfir í einvíginu gegn Toronto Raptors í úrslitum Austurdeildar NBA eftir sigur í öðrum leik liðanna í nótt, 125-103.

Milwaukee var alltaf með yfirhöndina í leiknum og sigurinn var öruggur. Liðið hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni.

Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og tók 17 fráköst hjá Milwaukee sem fékk frábært framlag frá sínum varamönnum.



Alls fékk Milwaukee 54 stig frá bekknum í leiknum í nótt. Ersan Ilyasova fór þar fremstur í flokki með 17 stig.



Kawhi Leonard skoraði 31 stig fyrir Toronto en aðrir höfðu hægt um sig.

Liðin mætast í þriðja sinn í Toronto aðfaranótt mánudags.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×