Körfubolti

Varamenn Milwaukee skoruðu 54 stig í öruggum sigri á Toronto

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giannis Antetokounmpo skorar tvö af 30 stigum sínum gegn Toronto í nótt.
Giannis Antetokounmpo skorar tvö af 30 stigum sínum gegn Toronto í nótt. vísir/getty

Milwaukee Bucks er 2-0 yfir í einvíginu gegn Toronto Raptors í úrslitum Austurdeildar NBA eftir sigur í öðrum leik liðanna í nótt, 125-103.

Milwaukee var alltaf með yfirhöndina í leiknum og sigurinn var öruggur. Liðið hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni.

Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og tók 17 fráköst hjá Milwaukee sem fékk frábært framlag frá sínum varamönnum.


Alls fékk Milwaukee 54 stig frá bekknum í leiknum í nótt. Ersan Ilyasova fór þar fremstur í flokki með 17 stig.

Kawhi Leonard skoraði 31 stig fyrir Toronto en aðrir höfðu hægt um sig.

Liðin mætast í þriðja sinn í Toronto aðfaranótt mánudags.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.