Enski boltinn

Sterling var harður stuðningsmaður Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sterling í leik gegn United.
Sterling í leik gegn United. vísir/getty
Stjarna Man. City, Raheem Sterling, hefur greint frá því að hann var harður stuðningsmaður Man. Utd er hann var ungur drengur.

Sterling spilaði frábærlega fyrir Man. City í vetur og átti stóran þátt í því að félagið náði að verja Englandsmeistaratitilinn.

„Ég ætti eiginlega ekki að segja frá þessu en ég var harður United-maður er ég var að alast upp. Ég átti gamlan United-búning frá 2007 er þeir unnu bikarinn. Ég var á leiknum og studdi liðið,“ sagði Sterling.

Sterling lék með Liverpool áður en hann fór til City þannig að hann hefur afrekað að spila með tveimur helstu erkifjendum United á ferlinum. Nú er bara spurning hvort hann uppfylli æskudrauminn og spili fyrir hitt Manchester-liðið á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×