Enski boltinn

Sterling var harður stuðningsmaður Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sterling í leik gegn United.
Sterling í leik gegn United. vísir/getty

Stjarna Man. City, Raheem Sterling, hefur greint frá því að hann var harður stuðningsmaður Man. Utd er hann var ungur drengur.

Sterling spilaði frábærlega fyrir Man. City í vetur og átti stóran þátt í því að félagið náði að verja Englandsmeistaratitilinn.

„Ég ætti eiginlega ekki að segja frá þessu en ég var harður United-maður er ég var að alast upp. Ég átti gamlan United-búning frá 2007 er þeir unnu bikarinn. Ég var á leiknum og studdi liðið,“ sagði Sterling.

Sterling lék með Liverpool áður en hann fór til City þannig að hann hefur afrekað að spila með tveimur helstu erkifjendum United á ferlinum. Nú er bara spurning hvort hann uppfylli æskudrauminn og spili fyrir hitt Manchester-liðið á næstu árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.