Golf

Koepka með sjö hogga forskot │Tiger úr leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Koepka og Woods léku saman í holli í dag
Koepka og Woods léku saman í holli í dag vísir/getty
Brooks Koepka er með örugga forsystu eftir annan dag PGA meistaramótsins í golfi. Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Koepka, sem jafnaði mótsmetið í gær þegar hann fór hringinn á 63 höggum, náði ekki alveg jafn góðum leik í dag. Hann kláraði hringinn þó á 65 höggum, fimm höggum undir pari, og er því samtals á 12 undir pari í mótinu.

Bandaríkjamaðurinn er allur í metunum en þessi árangur hans setti nýtt met eftir 36 holur á risamóti. Hann er samtals á 128 höggum eftir tvo hringi en það er besta skor sem sést hefur eftir tvo daga á risamóti. Koepka á einnig metið á þessu tiltekna móti, PGA meistaramótinu, eftir 18, 36 og 72 holur.





Adam Scott var hástökkvari dagsins en hann fór upp um XXX sæti með frábærri spilamennsku og er búinn að blanda sér í toppbaráttuna.

Scott fór hringinn á 64 höggum og minnstu munaði að hann léki eftir frábæran leik Koepka frá því í gær. Scott var búinn að fá sjö fugla og hafði sloppið við skolla þar til kom á 17. holu, hann fékk skolla þar og þurfti að sætta sig við sex högg undir parið.

Hann er samtals á fimm höggum undir pari í mótinu, líkt og Jordan Spieth og eru þeir jafnir í öðru til þriðja sæti. Koepka er því með sjö högga forskot.





Tiger Woods hefur ekki átt gott mót og er úr leik eftir að hafa rétt misst af niðurskurðinum.

Tiger fór fyrsta hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari. Hann byrjaði annan hring í dag á skolla á annari holu. Eftir tvo fugla og einn skolla var hann á parinu eftir fyrri níu.

Seinni níu fóru þó hörmulega af stað, þrír skollar í röð. Það kom fugla á 13. en strax aftur skolli á 14. holu. Síðustu þrjár holurnar paraði Tiger en þetta þýddi að hann lauk leik á 73 höggum og er samtals í mótinu á fimm höggum yfir pari.

Niðurskurðurinn er við fjögur högg yfir parið og því hefur Tiger lokið þátttöku. Hann mun því ekki vinna annað risamótið í röð.





Rory McIlroy var á meðal fyrstu manna út í brautina í morgun og þurfti hann að bíða í örvæntingu eftir því hvort hann slippi í gegn.

McIlroy byrjaði annan hring hræðilega, tvöfaldur skolli, skolli og annar tvöfaldur skolli. Kominn fimm högg yfir par eftir þrjár holur.

Hann náði hins vegar að klóra sig til baka og góður endasprettur, fjórir fuglar á síðustu fimm holunum, sáu hann ljúka keppni á einu höggi yfir pari í dag, þremur höggum yfir samtals í mótinu.

Fyrirfram var útlit fyrir að niðurskurðarlínan yrði við þrjú högg yfir parið og því alls ekki ljóst hver örlög McIlroy yrðu.

Þegar líða fór á daginn færðist niðurskurðarlínan hins vegar aftar og hann fór að lokum í gegn og verður meðal keppenda á morgun.

Útsending frá þriðja degi hefst á Stöð 2 Golf á morgun klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×