Fleiri fréttir

Cristiano Ronaldo var sáttur við að taka síðustu spyrnuna

Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu sátu eftir með sárt ennið eftir undanúrslitaleikinn á EM á móti Spánverjum í gær. Spánn vann 4-2 í vítakeppni og Ronaldo fékk ekki einu sinni að taka síðustu spyrnuna í vítkeppninni.

Þróunarstríðið aldrei blóðugra

Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1 telur að þróunarstríðið á milli efstu keppnisliðanna verði það blóðugasta sem mótaröðin hefur séð.

Íslensku unglingarnir fara vel af stað í Finnlandi

Birgir Björn Magnússon úr Keili er í fimmta sæti í flokki drengja 16 ára og yngri að loknum fyrsta hring á Alþjóðlega finnska meistaramóti unglinga sem fram fer í Vierumäki í Finnlandi.

LeBron James kyssti NBA-bikarinn hjá David Letterman

LeBron James fékk frábærar móttökur úr salnum þegar hann mætti sem gestur í spjallþátt David Letterman á CBS-sjónvarpsstöðinni í vikunni. James vann eins og kunnugt er sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deildinni í síðustu viku en hann fór þá á kostum með liði Miami Heat.

Hægri skytta á leið frá AGK til Montpellier

Cristian Malmagro, hægri skytta hjá dönsku meisturunum í AG Kaupmannahöfn mun ekki spila áfram með liðinu á næstu leiktíð því þessi 29 ára gamli Spánverji er á leiðinni til franska liðsins Montpellier.

Ásgeir á Ólympíuleikana eftir allt saman

Ásgeir Sigurgeirsson, skotmaður úr Skotfélagi Reykjavíkur, keppir á Ólympíuleikunum í London sem hefjast 27. júlí. Ásgeiri var úthlutað aukaplássi á leikana í dag. Frá þessu er greint á heimasíðu Skotfélags Reykjavíkur.

Ronaldo finnur ekki fyrir pressu fyrir leikinn í kvöld

Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Spánn og Portúgal mætast í undanúrslitum EM í fótbolta. Ronaldo hefur farið á kostum í síðustu tveimur leikjum á EM þar sem hann hefur skorað 3 mörk og skotið fjórum sinnum í marksúlurnar.

Van Persie mun ræða við Arsenal þegar hann kemur úr fríinu

BBC hefur heimildir fyrir því að Robin Van Persie ætli að ræða við Arsenal um framtíð sína hjá félaginu þegar hann kemur til baka úr sumarfríi í byrjun júlí. Van Persie hefur verið í fríi síðan að hollenska landsliðið féll út keppni á EM fyrir tíu dögum síðan.

Einar Daði í níunda sæti eftir fyrri daginn

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn.

DR: Tíu bestu undanúrslitaleikirnir í EM-sögunni

Spánn og Portúgal mætast í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Póllandi og Úkraínu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti annaðhvort Þýskalandi eða Ítalíu sem mætast á morgun.

Barcelona-miðjutvíeykið: Við stoppum Ronaldo

Spánverjarnir Xavi og Sergio Busquets verða í stóru hlutverki í kvöld þegar Spánn mætir Portúgal í undanúrslitum á EM í fótbolta. Eitt af mikilvægari verkefnum þeirra í kvöld en að sjá til þess að Cristiano Ronaldo leiki ekki lausum hala fyrir framan vörn spænska liðsins.

Gareth Bale skrifaði undir nýjan samning hjá Tottenham

Gareth Bale verður áfram hjá Tottenham en hann er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Bale er 22 ára gamall og hefur verið hjá Tottenham frá árinu 2007 þegar hann kom þangað frá Southampton.

Tryggvi: Var búinn að spá því að við mættum KR

"Nei, KR var svo sannarlega ekki óskamótherjinn í þessari umferð. Ég var reyndar búinn að spá því að við þyrftum að fara í vesturbæinn í þessari umferð en sem betur fer fáum við KR-inga til Eyja. Það er töluvert betra", sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV að loknum bikardrættinum í hádeginu í dag.

Guðjón vill nota bikarkeppnina til að koma Grindavík af stað í deildinni

Dregið var í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu karla nú í hádeginu. Grindvíkingar, sem sitja í neðasta sæti úrvalsdeildarinnar, án sigurs mæta Víkingum í Fossvoginum. Víkingar voru annað af tveimur liðum í pottinum í dag sem leika í næstefstu deild. Það lá því beinast við að spyrja Guðjón hvort hann telji sína menn ekki hafa verið heppna með andstæðing í næstu umferð.

Mandzukic fer til Bayern München

Bayern München hefur gengið frá kaupum á króatíska framherjanum Mario Mandzukic en Bayern mun borga VfL Wolsfburg um tólf milljónir evra fyrir leikmanninn. Mandzukic sló í gegn á EM en hann skoraði 3 mörk í 3 leikjum með Króötum í keppninni.

Stöngin inn hjá Fabregas og Spánverjar í úrslit

Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu eftir sigur á Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaviðureigninni.

KKÍ kynnti Domino's-deildirnar í dag

Nýtt nafn á Úrvalsdeildir karla og kvenna í körfuknattleik var kynnt til sögunnar í dag en þær hafa heitið Iceland Express deildirnar undanfarin sjö ár eða frá og með 2005-06 tímabilinu. Næstu þrjú árin munu efstu deildir karla og kvenna hinsvegar bera nafn Domino's og heita Domino's deild karla og Domino's deild kvenna.

KR-ingar fara til Eyja í 8 liða úrslitum bikarsins

Íslands- og bikarmeistarar KR þurfa að fara til Vestmannaeyja í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var núna í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. 1. deildarlið Víkinga og Þróttar fá bæði heimaleik á móti liðum í neðri hluta Pepsi-deildar karla.

Puyol borgaði fyrir krabbameinsmeðferðina hans Miki Roque

Miki Roque, 23 ára spænskur fótboltamaður og fyrrum leikmaður Liverpool, lést úr krabbameini um síðustu helgi og fráfall hans hefur haft mikil áhrif á spænska landsliðshópinn. Spánverjar mæta Portúgal í undanúrslitum EM í kvöld.

Nasri baðst afsökunar á twitter-síðu sinni

Samir Nasri ákvað að nota twitter-síðu sína til þess að biðjast afsökunar á hegðun sinni á Evrópumótinu í fótbolta en rifildi hans við blaðamenn og aðstoðarþjálfara franska landsliðsins hafa vakið upp sterk viðbrögð í Frakklandi.

Capello gagnrýnir Rooney: Skilur hann bara skosku

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga og sá sem átti að stýra liðinu á EM, segist ekki skilja af hverju Wayne Rooney spilar bara vel fyrir Manchester United og sé ekki sami leikmaður þegar hann klæðist enska landsliðsbúningnum.

Óðinn langt frá sínu besta - endaði í 22. sæti

FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson var langt frá sínu besta í undankeppni kúluvarpsins á Evrópumótinu í frjálsum í Helsinki og er úr leik á mótinu. Óðinn kastaði 18,19 metra og endaði í 22. sæti.

Tárin féllu þegar ellefu ára heimsmet Seberle var slegið

Tugþrautarkappinn Asthon Eaton hneig til jarðar og grét gleðitárum þegar hann kom í mark í 1500 metra hlaupinu á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í London. Heimsmetið í tugþraut, sem verið hafði í eigu Tékkans Romans Seberle í ellefu ár, var hans.

Sjá næstu 50 fréttir