Handbolti

Hægri skytta á leið frá AGK til Montpellier

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristian Malmagro.
Cristian Malmagro. Heimasíða AGK
Cristian Malmagro, hægri skytta hjá dönsku meisturunum í AG Kaupmannahöfn mun ekki spila áfram með liðinu á næstu leiktíð því þessi 29 ára gamli Spánverji er á leiðinni til franska liðsins Montpellier.

Malmagro kom til AGK árið 2010 frá spænska liðinu SDC San Antonio en hann var með bronsliði Spánverja á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

„Þetta er það besta í stöðunni fyrir alla aðila. Koma Kim Andersson þýðir að Cristian sér ekki fram á mikinn spilatíma fyrir sig og vorum í sameingingu að leita að bestu lausninni fyrir báða aðila," sagði Sören Colding, íþróttastjóri AG, á heimasíðu félagsins.

Kim Andersson kemur til AGK frá þýska stórliðinu Kiel og þá gæti Ólafur Stefánson einnig haldið áfram að spila með AGK á næsta tímabili. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason verða áfram hjá liðinu en Guðjón Valur Sigurðsson fer til Kiel.

„AGK hefur fundið stóran klúbb fyrir Cristian og Montpellier fær leikmann sem er hungraður í að spila," sagði Colding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×