Fótbolti

DR: Tíu bestu undanúrslitaleikirnir í EM-sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Silva og Daniel Guiza fagna marki á móti Rússum í undanúrslitaleiknum fyrir fjórum árum.
David Silva og Daniel Guiza fagna marki á móti Rússum í undanúrslitaleiknum fyrir fjórum árum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spánn og Portúgal mætast í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Póllandi og Úkraínu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti annaðhvort Þýskalandi eða Ítalíu sem mætast á morgun.

Spekingarnar á DR hafa valið tíu bestu undanúrslitaleiki á EM frá upphafi og má sjá þá hér fyrir neðan. Það er vonandi að undanúrslitaleikirnir í dag og á morgun geri tilkall að bætast í þennan eftirminnilega hóp.

10 bestu undanúrslitaleikirnir í sögu EM:

1. 1984 Frakkland-Portúgal 3-2

2. 1976 Vestur-Þýskaland - Júgóslavía 4-2

3. 1996 Þýskaland - England 1-1 (6-5 í vítakeppni)

4. 1992 Danmörk - Holland 2-2 (5-4 í vítakeppni)

5. 1960 Júgóslavía - Frakkland 5-4

6. 1988 Vestur-Þýskaland - Holland 1-2

7. 2000 Frakkland - Portúgal 2-1

8. 2008 Þýskaland - Tyrkland 3-2

9. 1976 Tékkóslóvakía - Holland 3-0

10. 2008 Spánn - Rússland 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×