Fótbolti

Nasri baðst afsökunar á twitter-síðu sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri og Cesc Fabregas
Samir Nasri og Cesc Fabregas Mynd/Nordic Photos/Getty
Samir Nasri ákvað að nota twitter-síðu sína til þess að biðjast afsökunar á hegðun sinni á Evrópumótinu í fótbolta en rifildi hans við blaðamenn og aðstoðarþjálfara franska landsliðsins hafa vakið upp sterk viðbrögð í Frakklandi.

„Ég vil láta stuðningsmenn franska landsliðsins og þá sérstaklega börnin í þeim hópi vita að ég sé mikið eftir því ef ég hef hneykslað einhverja með orðum mínum," skrifaði Samir Nasri inn á twitter-síðu sína.

Nasri lenti í útistöðum við blaðamann eftir tapið á móti Spánverjum í átta liða úrslitunum og var þá afar heitt í hamsi. „Þú vilt alltaf skrifa eitthvað bull um okkur. Hoppaðu upp í rassgatið á þér," sagði Nasri og spurði svo blaðamanninn hvort hann væri klár í slagsmál.

Nasri segir deilu sína aðeins vera á milli sín og ákveðinsna blaðamanna og að hann ætli að útskýra mál sitt betur við heppilegra tækifæri.

Meirihluti frönsku þjóðarinnar vill kasta Samir Nasri út úr franska landsliðinu samkvæmt könnun hins virta franska íþróttablaðs L'Equipe og á hann gæti einnig verið settur í bann frá landsliðinu vegna framkomu sinnar gagnvart aðstoðarþjálfara Laurent Blanc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×