Fleiri fréttir

Fer Gylfi til Manchester United á 10 milljónir punda

Gylfi Sigurðsson heldur áfram að vekja athygli í ensku úrvalsdeildinni en hann átti afar góðan leik í 4-4 jafntefli gegn Wolves í gær. Slúðurpressan í Englandi orðar Gylfa við Liverpool, Manchester United og Newcastle og er verðmiðinn talinn vera 10 milljónir punda eða rúmir tveir milljarðar íslenskra króna.

Meiðsli Rose alvarleg | Missir af úrslitakeppninni

Sigur Chicaco Bulls á Philadelphia 76ers í gær reyndist liðinu dýrkeyptur. Derrick Rose, skærasta stjarna liðsins, meiddist á hné undir lok leiksins og nú er ljóst að hann sleit krossband í hné og missir af úrslitakeppninni.

Barcelona vann og Messi jafnaði Ronaldo

Barcelona tók Rayo Vallecano í kennslustund í kvöld en lærisveinar Pep Guardiola unnu 7-0 útisigur. Lionel Messi skoraði tvö marka gestanna og er kominn með 43 mörk í deildinni á tímabilinu, jafnmörg og Cristiano Ronaldo.

Vettel segir liðið hafa tapað sjáfstraustinu

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir heimsmeistaralið Red Bull í Formúlu 1, segir lið sitt hafa tapað sjálfstraustinu sem það hafði svo sterkt í fyrra. Ástæðuna segir hann vera að liðið hafi ekki haldið gríðarlegum yfirburðum sínum milli ára.

Olympiakos grískur bikarmeistari í knattspyrnu

Olympiakos fullkomnaði því sem næst tímabilið með 2-1 sigri á Atromitos í úrslitum gríska bikarsins á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í kvöld. David Fuster var hetja liðsins en hann skoraði sigurmarkið með skalla undir lok framlengingar.

Simplicio tryggði Roma stig gegn Napolí

Fabio Simplicio var hetja Roma þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Napolí í leik kvöldsins í efstu deild ítalska boltans. Simplicio jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok.

Sigur hjá Chicago en Rose meiddist

Chicago Bulls lagði Philadelphia 76ers örugglega 103-91 í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem hófst í dag.

Góður sigur hjá liðsmönnum Aðalsteins

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Eisenach unnu eins marks sigur á Erlangen í næstefstu deild þýska handboltans í dag. Lokatölurnar 20-19 fyrir heimamenn.

Martinez: Aprílmánuður sá ótrúlegasti í sögu Wigan

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 4-0 sigrinum á Newcastle í dag. Wigan hefur náð ótrúlegum úrslitum í undanförnum leikjum og er þremur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Hólmfríður og Kristín Ýr skoruðu í sigurleik

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu sitt markið hvor þegar Avaldsnes vann 2-0 útisigur á Medkila í næstefstu deild norska kvennaboltans í dag.

Aron skoraði í tapi gegn Nordsjælland

Aron Jóhannsson skoraði fyrir AGF frá Árósum í 5-3 tapi liðsins gegn Nordsjælland. Þetta var annar leikurinn í röð sem Aron skorar fyrir AGF.

Tillögu Víkinga hafnað á ársþingi HSÍ

Tillögu Víkings um sameiningu tveggja efstu deildanna í karlahandboltanum var vísað frá á ársþingi HSÍ í dag. Þá var Knútur G. Hauksson endurkjörinn formaður.

Hertha Berlín og Köln féllu | Barrios með þrennu

Stuðningsmenn Herthu Berlínar og Kölnar eiga um sárt að binda þess stundina en lið þeirra töpuðu leikjum sínum í efstu deild þýska boltans í dag. Liðin eru þar með fallin í næstefstu deild.

Marko Marin til liðs við Chelsea

Chelsea hefur komist að samkomulagi við Werder Bremen um kaup á þýska landsliðsmanninum Marko Marin. Kaupverðið hefur verið ákveðið þó það sé óuppgefið en gengið verður frá kaupunum þegar félagaskiptaglugginn opnast í sumar.

Aron Einar: Þekkjum undanúrslitin og klárum þetta

Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, var ánægður með sigur sinna manna gegn Crystal Palace í dag. Sigurinn tryggði Cardiff sæti í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni þar sem West Ham verður andstæðingurinn.

Southampton í úrvalsdeildina | Aron Einar í umspilið

Southampton endurheimti í dag sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni eftir 4-0 sigur á Coventry í lokaumferð Championship-deildarinnar. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff lögðu Crystal Palace 2-1 og tryggðu sér síðasta sætið í umspilinu.

Nesta orðaður við Guðlaug Victor og félaga

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Alessandro Nesta, varnarmaður AC Milan, íhugi það að ganga til liðs við bandaríska knattspyrnufélagið New York Red Bulls.

Hafnaboltamaðurinn í NFL-deildinni

Saga leikstjórnandans Brandons Weedens er lyginni líkust. Fyrir tíu árum síðan var hann valinn í nýliðavali amerísku hafnaboltadeildarinnar af New York Yankees. Í gær var hann síðan valinn í fyrstu umferð nýliðavals NFL-deildarinnar. Hinn 28 ára Weeden er

Tito stígur úr skugga Guardiola

Pep Guardiola hefur ákveðið að hætta hjá Barcelona eftir fjögur afar farsæl ár sem knattspyrnustjóri liðsins. Aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova, tekur við af honum og fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.

Wigan slátraði Newcastle | Stoke hélt jöfnu gegn Arsenal

Wigan heldur áfram ótrúlegu gengi sínu á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni og í dag fékk Newcastle að kenna á því. Nikica Jelavic skoraði tvívegis í 4-0 sigri Everton á Fulham. Þá skildu Stoke og Arsenal jöfn 1-1 auk þess sem Wolves náði í stig í ótrúlegu 4-4 jafntefli gegn Swansea.

Gylfi byrjar en enginn Grétar hjá Bolton

Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliði Swansea sem tekur á móti Wolves í enska boltanum í dag. Eggert Gunnþór Jónsson er á bekknum hjá Úlfunum.

Sjá næstu 50 fréttir