Fleiri fréttir

Rodgers, stjóri Swansea: Við vorum ótrúlegir

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, var ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á Fulham á Craven Cottage en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins.

Emil og félagar áfram á sigurbraut

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu 2-0 sigur á Vicenza í ítölsku b-deildinni í fótbolta í dag en þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. Hellas Verona er í 3. sæti deildarinnar og til alls líklegt á lokasprettinum.

Bale: Það er engin krísa hjá Tottenham

Það hefur lítið gengið hjá Gareth Bale og félögum í Tottenham að undanförnu en velski landsliðsmaðurinn er viss um að þeir geti komist aftur á sigurbraut í dag þegar liðið mætir Bolton í átta liða úrslitum enska bikarsins.

Naumur sigur Eyjakvenna á Akureyri

ÍBV vann tveggja marka sigur á KA/Þór, 24-22, í N1 deild kvenna í dag en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. ÍBV styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en KA/Þór átti með sigri möguleika á því að komast upp í sjötta sætið sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

HRT fær ekki að keppa í Ástralíu

Hið spænska HRT lið í Formúlu 1 með Pedro de la Rosa og Narain Karthikeyan innanborðs fá ekki að keppa í ástralska kappakstrinum á morgun. Báðir ökumennirnir náðu ekki að setja nógu góða hringtíma í tímatökum.

John O'Shea: Við vorum örugglega ánægðara liðið í leikslok

John O'Shea, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi fyrirliði Sunderland, var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli á móti Everton í enska bikarnum á Goodison Park í dag. Sunderland komst yfir í leiknum en átti vök að verjast í seinni hálfleiknum.

Elísabet og Sigurður Ragnar svara gagnrýni þjálfara Margrétar Láru

Vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að Margrét Lára Viðarsdóttir sé umræðuefni í sænska staðarblaðinu í Kristianstad vegna ummæla Bernd Schröder þjálfara hennar hjá þýska liðinu Turbine Potsdam. Schröder er óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum en Margrét Lára er meidd og gat ekki spilað með Turbine Potsdam í fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Everton og Sunderland þurfa að mætast aftur

Everton og Sunderland þurfa að spila annan leik í átta liða úrslitum enska bikarsins eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Goodison Park í dag. Sunderland komst yfir í upphafi leiks en Everton jafnaði fljótlega og var síðan miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Everton-mönnum tókst hinsvegar ekki að skora og Sunderland fær því annan leik á heimavelli sínum.

Messi: Ég vil aldrei fara frá Barcelona

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur verið hjá félaginu frá því að hann var ellefu ára og það kemur kannski ekki mörgum á óvart að hann ætlar sér að klára ferilinn í Katalóníu. Messi hefur skorað tólf mörk í síðustu fjórum leikjum Barcelona og næst er leikur á móti Sevilla í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Kobe Bryant: Mjög erfitt að sjá á eftir Derek Fisher

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, talaði við blaðamenn um brotthvarf Derek Fisher frá félaginu eftir sigurinn á Minnesota Timberwolves í nótt. Fisher og Bryant komu inn í deildina á sama tíma og voru búnir að vera liðsfélagar á þrettán af sextán tímabilum þeirra í NBA. Lakers ákvað hinsvegar að skipta Fisher til Houston Rockters.

NBA: New York í stuði undir stjórn nýja þjálfarans | Spurs vann OKC

New York Knicks vann annan sannfærandi sigurinn í röð undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami var næstum því búið að missa niður 29 stiga forskot, San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder, Los Angeles Lakers vann Minnesota og Chicago Bulls tapaði óvænt fyrir Portland.

Forráðamenn Hearts kenna varamönnum um ógreidd laun

Forráðamenn skoska knattspyrnufélagsins Hearts hafa staðfest að félagið nái ekki að greiða leikmönnum sínum laun á réttum tíma í þessum mánuði. Þeir kenna meðalljónum liðsins um sem neituðu að yfirgefa félagið í janúar, þiggja laun sín en leggja ekkert til liðsins.

Að vera samferða sjálfum sér

Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil.

McLaren-menn fremstir í tímatökum

Lewis Hamilton ræsir fremstur í ástralska kappakstrinum í Melbourne á morgun. Liðsfélagi hans Jenson Button verður annar. Roman Grosjean á Lotus ræsir þriðji. Yfirráðum Red Bull í tímatökum er lokið.

Barcelona er of sterkt fyrir Milan

Dregið var í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Heimir Guðjónsson, sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni, segir að Barcelona sé of stór biti fyrir AC Milan. Hann spáir því að Chelsea lendi í vandræðum með Benfica en býst við því að Real

Stjarnan lagði Keflavík | Þór tapaði og KR skaust í annað sætið

Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið.

Króatar hafa áhyggjur af leikmönnum sínum í enska boltanum

Forseti króatíska knattspyrnusambandsins, Vlatko Markovic, hefur áhyggjur af leikmönnum landsliðsins sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Króatar stefna hátt á EM í Póllandi og Úkraínu í sumar og vonast til þess að þeirra sterkustu menn verði ómeiddir þegar til kastanna kemur.

Ibisevic reyndist fyrrum samherjum sínum illa

Bosníumaðurinn Venad Ibisevic skoraði bæði mörk Stuttgart sem lagði Hoffenheim að velli 2-1 á útivelli í kvöld. Ibisevic gekk til liðs við Stuttgart frá Hoffenheim í janúar.

Wenger vill ekki afskrifa Newcastle og Liverpool

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á góðri leið með að skila sínum mönnum í Meistaradeildina enn eitt árið. Arsenal er búið að vinna fimm leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og er nú í fjórða sætinu með þriggja stiga forskot á Chelsea og aðeins stigi á eftir nágrönnunum í Tottenham.

Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku.

Eggert Gunnþór og félagar geta búist við öllu á bílastæðinu

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Wolves hafa fengið ráðleggingar varðandi öryggi sitt í kjölfar þess að reiðir stuðningsmenn félagsins réðust á miðjumanninn Jamie O'Hara á bílastæði Molineux-leikvangsins eftir tapið á móti Blackburn á dögunum.

Helena og félagar unnu alla 24 leiki deildarkeppninnar

Helena Sverrisdóttir og félagar í slóvakíska liðinu Good Angeles Kosice voru í miklum ham á móti erkifjendunum í MBK Ruzomberok í lokaumferð deildarkeppninnar. Good Angeles liðið var fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en vann þarna 100-57 sigur á MBK Ruzomberok sem endaði í 2. sæti.

Laxasetur opnar á Blönduós

Laxasetur Íslands ehf. var stofnað á Blönduósi í júní í fyrra og er nú unnið að því af fullum þunga að setja setrið upp, en stefnt er að því að opna það á komandi sumri. Verkefnisstjórar eru Þuríður Helga Jónasdóttir og Kristín Arnþórsdóttir. Þær Þuríður og Kristín eru nú að safna munum til að setja upp á setrinu og hafa m.a. leitað til veiðimanna í þeim efnum, en ýmsa gamla muni sem tengjast lax- og silungsveiði vantar í safnið.

Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR

Almenn sala veiðileyfa á vefnum hefst að morgni dags þriðjudaginn 20 mars næstkomandi. Þangað til hafa eingöngu félagsmenn rétt til kaupa á vefsölunni hjá SVFR.

Spennan magnast í IEX-deild karla | 20. umferð lýkur í kvöld

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og eru það lokaleikirnir í 20. umferð. Það styttist í úrslitakeppnina en eftir leiki kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir. Leikri kvöldsins eru: Valur – KR, Tindastóll – Þór Þ. og Keflavík – Stjarnan. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Keflvíkingar búnir að semja við slóvenskan miðvörð

Slóvenski varnarmaðurinn Gregor Mohar mun spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en hann skrifaði undir samning við félagið í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keflavík.

Button og Schumacher fljótastir á æfingum í Ástralíu

Fyrstu tveimur æfingum keppnisliða fyrir ástralska kappaksturinn á sunnudag lauk í morgun. Jenson Button á McLaren og Michael Schumacher á Mercedes voru fljótastir. Óvæntar rigningarskúrir settu strik í reikninginn.

David Luiz gagnrýnir brottrekstur Villas-Boas | fékk ekki nægan tíma

Hinn hárprúði varnarmaður Chelsea, David Luiz, telur að eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich, hafi hlaupið aðeins á sig með því að reka knattspyrnustjórann Andre Villas-Boas. Brasilíumaðurinn Luiz er með sterkar skoðanir og hann segir að Abramovich hafi átt að gefa Villas-Boas lengri tíma með Chelsea.

Mancini bað stuðningsmenn City afsökunar

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var auðmjúkur eftir að lið hans datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi. City lenti 2-0 undir (3-0 samanlagt) í fyrri hálfleik en skoraði þrjú mörk í seinni og var nærri því búið að tryggja sig áfram í blálokin.

Leikdagar klárir fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni

UEFA hefur ákveðið leikdaga fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni en dregið var fyrr í dag. Chelsea mun spila sína leiki við Benfica á sama tíma og Real Madrid mætir APOEL frá Kýpur. Stórleikir Barcelona og AC Milan fara síðan fram á sama tíma og leikir þýska liðsins Bayern München.

Sjá næstu 50 fréttir