Fleiri fréttir

Vorhreinsun hjá Portland | Þjálfarinn rekinn og Oden farinn

Forráðamenn NBA liðsins Portland Trail Blazers tóku "vorhreinsun“ hjá félaginu í gær þegar lokað var fyrir leikmannaskipti á þessari leiktíð. Portland rak þjálfarann, Nate McMillan, sagði upp samningum við miðherjann Greg Oden sem var á sínum tíma valinn fyrstur allra í háskólavalinu. Að auki voru þeir Gerald Wallace og Marcus Camby sendir frá liðinu í leikmannaskiptum.

Dallas átti í vandræðum með lélegasta lið deildarinnar

Það var mikið um að vera í NBA deildinni í gær en þá var lokað fyrir leikmannaskipti á þessari leiktíð. Mörg lið mættu því "vængbrotinn“ til leiks. Margir þekktir kappar fengu nýjan vinnustað án þess að óska eftir því. Meistaralið Dallas átti í vandræðum gegn lélegasta liði deildarinnar á heimavelli en Dallas hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum sínum í deildinni.

Er þetta versti markvörður í heimi?

Frammistaða ísrealska markvarðarins Idan Baruch, sem spilar með rúmenska liðinu Concordia Chijana, í leik á dögunum hefur vakið heimsathygli enda gaf Baruch þrjú mörk í einum hálfleik á ótrúlegan hátt.

Messi: Rooney, Van Persie og Aguero eru þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að Sergio Aguero, Wayne Rooney og Robin van Persie séu þrír bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Messi hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með Barcelona-liðinu í vetur en BBC fékk hann til að tala um þá leikmenn sem hann hefur hrifist af.

Gerrard: Liverpool getur enn náð fjórða sætinu

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, heldur enn í vonina um að Liverpool geti náð fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að Liverpool sé tíu stigum á eftir Arsenal.

Derek Fisher ekki lengur leikmaður Lakers | Nene til Wizards

Í dag var lokadagur félagsskipta í NBA-deildinni í körfubolta og það var þó nokkuð um skipti milli liða á lokasprettinum. Mesta athygli vakti örugglega að Los Angeles Lakers skipti Derek Fisher til Houston Rockets og Nene fór fram Denver Nuggets til Washington Wizards fyrir JaVale McGee og Ronny Turiaf.

Joe Hart: Ég trúi þessu ekki

Joe Hart, markvörður Manchester City, var nálægt því að tryggja Manchester City sæti í átta liða úrslitunum Evrópudeildarinnar í kvöld en skalli hans í lok uppbótartíma fór rétt framhjá og Sporting Lissabon komst áfram á fleiri mörkum á útivelli.

Ingi Þór fagnaði sigrinum með einum Boxmaster

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kampakátur eftir sigur sinna manna á deildarmeisturum Grindavíkur í kvöld. Snæfell tryggði sig inn í úrslitakeppnina með sigrinum.

Haukar enn á lífi eftir fimm stiga sigur í Seljaskóla

Haukar eiga enn möguleika á að bjarga sæti sínu í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir fimm stiga sigur á ÍR í Seljaskólanum í kvöld, 92-87, en úrslit annarra leikja þýddu að Haukarnir hefðu fallið með tapi.

Fjölnismenn unnu Njarðvík og eiga enn möguleika

Fjölnismenn enduðu fjögurra leikja taphrinu, fóru langt með að bjarga sér frá falli og eru enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir 18 stiga sigur á Njarðvík í Grafarvoginuum í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, 92-74. Fjölnismenn gerðu út um leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann 29-17.

Sir Alex Ferguson: Við getum ekki kvartað

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þurfti að horfa upp á sína menn tapa þriðja Evrópuleiknum í röð í kvöld og falla út með sannfærandi hætti á móti spænska liðinu Athletic Bilbao sem yfirspilaði Manchester United lengstum í leikjunum tveimur.

Manchester City skoraði þrjú mörk í seinni en féll samt úr leik

Manchester City getur farið að einbeita sér að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eins og nágrannar þeirra í Manchester United þrátt fyrir 3-2 sigur á heimavelli á móti portúgalska liðinu Sporting Lissabon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Sporting Lissabon vann fyrri leikinn 1-0 og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

AZ Alkmaar einum færri í 87 mínútur en komst samt áfram

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap á móti Udinese á Ítalíu. AZ-liðið lék manni færri nær allan leikinn og lenti 2-0 undir en gafst ekki upp og náði að skora markið sem kom þeim áfram.

Lið & ökumenn: Red Bull, McLaren og Ferrari

Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum.

Þóra hélt hreinu og Sara skoraði sigurmarkið þegar Malmö vann Frankfurt

Þóra Björg Helgadóttir átti mjög góðan leik í markinu og Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði sigurmarkið þegar LdB Malmö vann þýska liðið 1. FFC Frankfurt 1-0 í fyrri leik liðanna í í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Seinni leikur liðanna fer fram í Þýskalandi í næstu viku.

Jonas Gutiérrez: Van Persie er ekki góð manneskja

Jonas Gutiérrez, leikmaður Newcastle, var allt annað en sáttur við framkomu Robin van Persie í leik Arsenal og Newcastle á mánudagskvöldið en allt fór þá upp í háaloft á milli Van Persie og landa hans Tim Krul eftir að Thomas Vermaelen skoraði sigurmark Arsenal í uppbótartíma.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 89-101

Snæfell vann sterkan sigur á deildarmeisturum Grindavíkur í kvöld. Grindavík þurfti því að lyfta deildarbikarnum við frekar leiðinlegar aðstæður en þetta var annar tapleikur liðsins í röð.

1. umferð: Ástralski kappaksturinn 2012

Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið.

Drogba vill vera áfram hjá Chelsea

Didier Drogba fór á kostum í liði Chelsea í gær þegar liðið tryggði sér 4-1 sigur gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Drogba, sem er 34 ára gamall, er samningslaus í lok leiktíðar en hefur mikinn áhuga á því að semja á ný við Chelsea.

Baráttan um sæti í úrslitakeppninni heldur áfram | þrír leikir í IEX deild karla

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Deildarmeistarar Grindavíkur taka á móti liði Snæfells, Fjölnir og Njarðvík eigast við í Grafarvogi og ÍR-ingar taka á móti Haukum í Seljaskóla. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15. Annað kvöld lýkur 20. umferð með þremur leikjum: Valur – KR, Tindastóll – Þór Þ., Keflavík – Stjarnan.

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Manchester er áberandi á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Evrópudeild UEFA er í aðalhlutverki. Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er einnig í eldlínunni en lið hans AZ Alkmaar frá Hollandi sækir Udinese heim á Ítalíu í sömu keppni.

Abidal fer í viðamikla aðgerð | þarf að fá nýja lifur

Eric Abidal, varnamaður Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona, mun á allra næstu dögum fara í viðamikla aðgerð þar sem ný lifur verður grædd í hann. Franski landsliðsmaðurinn greindist með krabbamein í lifur í mars á síðasta ári og var æxli fjarlægt með skurðaðgerð.

Spænsk fótboltalið skulda 135 milljarða í skatt

Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid eru til alls líkleg í Meistaradeild Evrópu en liðin eru talin á meðal þeirra sigurstranglegustu. Það bíða margir spenntir eftir morgundeginum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar gætu "spænsku risarnir“ mæst.

Mourinho vonast eftir því að mæta Chelsea í úrslitaleiknum

José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, vonast til þess að mæta sínu gamla félagi Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í 8 – liða úrslit og undanúrslit keppninnar á morgun og þá kemur í ljóst hvort draumur hins litríka portúgalska þjálfara getur ræst.

Villas-Boas er sterklega orðaður við Inter

Það er þekkt stærð í fótboltaheiminum að þjálfara og knattspyrnustjórara eru reknir og ráðnir á ný með stuttu millibili. Portúgalinn Andre Villas-Boas þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum næstu misserin þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í síðustu viku. Villas-Boas er nú sterklega orðaður við ítalska liðið Inter sem er í frjálsu falli undir stjórn Claudio Ranieri.

Ferguson hrósar Bilbao| tekst Man Utd að vinna upp 3-2 tap á útivelli?

Það er mikið í húfi í kvöld hjá Englandsmeistaraliði Manchester United þegar liðið leikur síðari leikinn gegn spænska liðinu Atletico Bilbao í 16 – liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Spánverjarnir komu gríðarlega á óvart með sannfærandi 3-2 sigri á Old Trafford, þar sem Bilbao setti met hvað varðar hlaupagetu og úthald.

New York hrökk í gang eftir að hafa rekið þjálfarann

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær en 12 leikir fóru fram. Stórsigur New York Knicksm 121-79, gegn Portland vakti athygli en þetta var fyrsti leikur NY Knicks eftir að þjálfari liðsins Mike D'Antoni var rekinn. Sóknarleikur New York small saman og kannski hafa forráðamenn liðsins tekið rétta ákvörðun með að reka D'Antoni eftir 6 leikja taphrinu.

Guðmundur: Þetta var óþarflega stórt tap

Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur.

Emilía fékk brons í Svíþjóð

Emilía Rós Ómarsdóttu frá Skautafélagi Akureyrar vann til bronsverðlauna á listhlaupsmóti í Malmö um helgina. Níu íslenskar stelpur tóku þátt í keppninni að því er fram kemur á heimasíðu Skautasambandsins.

Markverðir í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 | boltaútvarp 11-12

Markverðir eru í aðalhlutverki í dag í Boltaþættinum á X-inu 977. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins í dag sem hefst kl. 11 og lýkur kl. 12. Rætt verður við handboltamarkvörðinn Aron Rafn Eðvarsson landsliðsmarkvörður í handbolta og leikmaður Hauka verður í spjali hjá Mána. Hann ræðir einnig við landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson sem leikur með FH og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Dómarinn fékk einn á lúðurinn

Strákarnir í boltanum í Tansaníu eru afar skapheitir og það sannaði Stephano Mwasika, leikmaður Young Africans, rækilega er hann gaf dómara í leik síns liðs og Azam FC einn á lúðurinn.

Valtað yfir strákana okkar í Mannheim - myndir

Þjóðverjar kjöldrógu B-lið Íslands í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Lokatölur 33-22 eftir að Þjóðverjar höfðu leitt með þremur mörkum í hálfleik, 16-13.

Margrét Kara: Ég verð að taka mig saman í andlitinu

Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, sagði það vera martröð líkastri að liðið væri komið í sumarfrí eftir tap gegn Haukum. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo væri komið fyrir KR-liðinu.

Keflavík deildarmeistari og Hamar féll í 1. deild

Úrslitin réðust í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar næst síðasta umferðin fór fram. Keflavík varð deildarmeistari án þess að spila, Haukakonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og Hamar féll í 1. deild.

Strákarnir steinlágu í Þýskalandi

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Þjóðverjum, 33-22, í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Íslenska liðið mætti laskað til leiks en flestir lykilmenn liðsins gátu ekki gefið kost á sér í leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir