Handbolti

Sverre hafði betur gegn Kára Kristjáni í fallbaráttuslag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Kristján setti fjögur en það dugði ekki til.
Kári Kristján setti fjögur en það dugði ekki til. Mynd / Vilhelm
Gosswallstadt, lið Sverre Björnssonar, vann nauman útisigur á Wetzlar, liði Kára Kristjáns Kristjánssonar, í efstu deild þýska handboltans í kvöld.

Kári Kristján skoraði fjögur mörk fyrir Wetzlar en Sverre Björnsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt. Kemur reyndar ekki á óvart enda Sverra fyrst og fremst varnarmaður.

Sigurinn var afar þýðingarmikill fyrir Grosswallstadt en liðið er í 15. sæti, einu sæti frá fallsæti. Liðið er nú aðeins einu stigi á eftir Wetzlar sem vermir 14. sætið.

Stefan Kneer, vinstri skytta Grosswallstadt, fór á kostum í leiknum og skoraði ellefu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×