Stjarnan lagði Keflavík | Þór tapaði og KR skaust í annað sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2012 20:52 Stjörnustrákar höfðu ástæðu til þess að fagna í Keflavík í kvöld. Mynd / Valli Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið. Stjarnan hafði frumkvæðið frá upphafi í viðureign félaganna í Keflavík í kvöld. Liðið leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta og Keflvíkingar komust aldrei nálægt Garðbæingum. Leiknum lauk með 25 stiga sigri, 69-94. Stjarnan komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar á kostnað Þórs en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum liðanna. Justin Shouse var að venju atkvæðamikill hjá Stjörnunni með 20 stig. Fannar Helgason skoraði átta stig auk þess að hirða 13 fráköst. Charles Parker var stigahæstur með 25 stig. Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Gunnarsson skoruðu aðeisn níu stig samanlagt í leiknum. Heimamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni. Liðið var fyrir skemmstu í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar en hefur farið illa að ráði sínu.Keflavík-Stjarnan 69-94 (22-31, 19-22, 14-24, 14-17)Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5 stolnir), Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12 (7 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran 15, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 10, Fannar Freyr Helgason 8 (13 fráköst), Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 5, Sigurjón Örn Lárusson 1. Stólarnir fóru á kostum í fjórða leikhlutaÁ Sauðárkróki stöðvuðu Stólarnir sigurgöngu Þórs með 97-80 sigri. Heimamenn byrjuðu betur en leikmenn Þórs minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik, 48-47. Leikar héldust jafnir í þriðja leikhluta en í þeim fjórða sigldu heimamenn fram úr. Í stöðunni 77-76 í fjórða leikhluta settu heimamenn í gírinn. Þeir skoruðu þrettán stig í röð og tryggðu sér dýrmætan sigur, 97-80. Landarnir Curtis Allen og Maurice Miller voru atkvæðamestir heimamanna með 25 sig hvor auk þess að taka vænan skammt af fráköstum. Blagoj Janev átti fínan leik hjá gestunum. Skoraði 20 stig auk þess að taka sjö fráköst. Darrin Govens var einnig atkvæðamikill venju samkvæmt með 21 stig. Tindastóll styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þór, sem var í 2. sæti deildarinnar, féll niður í 4. sæti deildarinnar með lakari árangur innbyrðis gegn KR og Stjörnunni.Tindastóll-Þór Þorlákshöfn 97-80 (30-22, 18-25, 22-20, 27-13)Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst), Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst), Hreinn Gunnar Birgisson 9, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (9 fráköst/5 stoðs.), Helgi Viggósson 6 (8 fráköst).Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20 (7 fráköst), Matthew James Hairston 16, Darri Hilmarsson 10, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5 (6 stoðs.), Grétar Ingi Erlendsson 2. KR-ingar í 2. sætiðAð Hlíðarenda unnu KR-ingar skyldusigur á botnliði Vals. Lokatölurnar urðu 72-105 í leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, dreifði álaginu milli leikmanna sinna að Hlíðarenda. Allir tólf leikmenn liðsins skoruðu og sjö leikmenn voru með tíu stig eða meira. Hjá heimamönnum fór Birgir Pétursson fremstur í flokki með 13 stig og 11 fráköst. valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar og löngu fallnir í næst efstu deild. KR-ingar skjótast með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum gegn Stjörnunni og Þór.Valur-KR 72-105 (21-30, 19-23, 16-26, 16-26)Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13, Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.Stig KR: Emil Jóhannsson 14, Robert Ferguson 14, Hreggviður Magnússon 14, Dejan Sencanski 12, Martin Hermannsson 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánsson 10 (7 fráköst), Joshua Brown 10, Finnur Atli Magnusson 8 (3 varin skot), Kristófer Acox 5, Skarphéðinn Ingason 4 (5 stoðs.), Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 2 (5 stoðs.). Dominos-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið. Stjarnan hafði frumkvæðið frá upphafi í viðureign félaganna í Keflavík í kvöld. Liðið leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta og Keflvíkingar komust aldrei nálægt Garðbæingum. Leiknum lauk með 25 stiga sigri, 69-94. Stjarnan komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar á kostnað Þórs en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum liðanna. Justin Shouse var að venju atkvæðamikill hjá Stjörnunni með 20 stig. Fannar Helgason skoraði átta stig auk þess að hirða 13 fráköst. Charles Parker var stigahæstur með 25 stig. Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Gunnarsson skoruðu aðeisn níu stig samanlagt í leiknum. Heimamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni. Liðið var fyrir skemmstu í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar en hefur farið illa að ráði sínu.Keflavík-Stjarnan 69-94 (22-31, 19-22, 14-24, 14-17)Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5 stolnir), Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12 (7 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran 15, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 10, Fannar Freyr Helgason 8 (13 fráköst), Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 5, Sigurjón Örn Lárusson 1. Stólarnir fóru á kostum í fjórða leikhlutaÁ Sauðárkróki stöðvuðu Stólarnir sigurgöngu Þórs með 97-80 sigri. Heimamenn byrjuðu betur en leikmenn Þórs minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik, 48-47. Leikar héldust jafnir í þriðja leikhluta en í þeim fjórða sigldu heimamenn fram úr. Í stöðunni 77-76 í fjórða leikhluta settu heimamenn í gírinn. Þeir skoruðu þrettán stig í röð og tryggðu sér dýrmætan sigur, 97-80. Landarnir Curtis Allen og Maurice Miller voru atkvæðamestir heimamanna með 25 sig hvor auk þess að taka vænan skammt af fráköstum. Blagoj Janev átti fínan leik hjá gestunum. Skoraði 20 stig auk þess að taka sjö fráköst. Darrin Govens var einnig atkvæðamikill venju samkvæmt með 21 stig. Tindastóll styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þór, sem var í 2. sæti deildarinnar, féll niður í 4. sæti deildarinnar með lakari árangur innbyrðis gegn KR og Stjörnunni.Tindastóll-Þór Þorlákshöfn 97-80 (30-22, 18-25, 22-20, 27-13)Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst), Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst), Hreinn Gunnar Birgisson 9, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (9 fráköst/5 stoðs.), Helgi Viggósson 6 (8 fráköst).Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20 (7 fráköst), Matthew James Hairston 16, Darri Hilmarsson 10, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5 (6 stoðs.), Grétar Ingi Erlendsson 2. KR-ingar í 2. sætiðAð Hlíðarenda unnu KR-ingar skyldusigur á botnliði Vals. Lokatölurnar urðu 72-105 í leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, dreifði álaginu milli leikmanna sinna að Hlíðarenda. Allir tólf leikmenn liðsins skoruðu og sjö leikmenn voru með tíu stig eða meira. Hjá heimamönnum fór Birgir Pétursson fremstur í flokki með 13 stig og 11 fráköst. valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar og löngu fallnir í næst efstu deild. KR-ingar skjótast með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum gegn Stjörnunni og Þór.Valur-KR 72-105 (21-30, 19-23, 16-26, 16-26)Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13, Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.Stig KR: Emil Jóhannsson 14, Robert Ferguson 14, Hreggviður Magnússon 14, Dejan Sencanski 12, Martin Hermannsson 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánsson 10 (7 fráköst), Joshua Brown 10, Finnur Atli Magnusson 8 (3 varin skot), Kristófer Acox 5, Skarphéðinn Ingason 4 (5 stoðs.), Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 2 (5 stoðs.).
Dominos-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira