Enski boltinn

Park hjá Arsenal fékk leyfi til að seinka herþjónustunni um tíu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Park Chu-young fagnar eina marki sínu fyrir Arsenal.
Park Chu-young fagnar eina marki sínu fyrir Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Park Chu-young, framherji Arsenal og suður-kóreska landsliðsins, hefur fengið sérstakt leyfi frá hernum í heimalandi sínu til að seinka herþjónustu sinni um áratug. Hann getur því haldið áfram að spila fyrir enska liðið.

Park sem er 26 ára átti að byrja herþjónustu sína á þessu eða næsta ári. Allir karlmenn í Suður-Kóreu sem hafa heilsu til þurfa að vera í tvö til þrjú ár í hernum en Park þarf núna ekki að mæta í herinn fyrr en árið 2022.

Park Chu-young hefur verið fyrirliði hjá Suður-Kóreu og er búinn að skora 23 mörk í 58 landsleikjum frá árinu 2005. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur aðeins notað Park í fjórum leikjum á tímabilinu þar af voru þrír þeirra í enska deildarbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×